Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar nam 900 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tæpum 900 milljónum króna. Þetta er öllu minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá slagaði hagnaðurinn hátt í 1100 milljónum króna, samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. Verðmæti sölu jókst þó á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra, eða um 11%.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar er sáttur. „Árið byrjar vel með góðum árangri á fyrsta ársfjórðungi. Við erum ánægð með niðurstöðurnar og frammistaðan er almennt mjög góð. Nýjar vörur sem kynntar voru á síðasta ári skila mikilvægu framlagi til aukinnar sölu. Góður vöxtur er á báðum vörumörkuðum, sérstaklega á spelku- og stuðningsvörumarkaðnum í

Bandaríkjunum þar sem við erum að auka við okkar markaðshlutdeild,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×