Viðskipti innlent

Getur borgað sig að kaupa varahluti í útlöndum

SB skrifar
Það getur borgað sig að fljúga til útlanda og kaupa varahlut í bílinn í stað þess að versla hjá bílaumboði. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir verðlagningu umboðanna nálgast okur.

Dæmi eru um hægt sé að spara sér hundruði þúsunda króna ef ekki eru keyptir varahlutir frá bílaumboðunum. Aksturstölvur og flókinn tækjabúnaður getur verið dýr. Fjöldi fólks leitar sér aðstoðar hjá félagi íslenskra bifreiðaeigenda - fólki ofbýður það verð sem umboðin setja upp.

„Það hafa komið upp mál sem tengjast orgínal hlutum. óheyrilega dýrir, höfum dæmi um það að fólk hefur leitað eftir að kaupa hlutana úti eða gegnum aðra byrgja innanlands og fengið ódýrar," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir eignarhald á umboðunum skipta máli. Það virðist vera að komnir séu aðilar úr fjármálaheiminum.

Runólfur segir stutt síðan maður leitaði til félagsins af því tölvustýrður lykill hafði bilað og nýr átti að kosta 169 þúsund krónur hjá umboðinu. Lyklasmiður bauð honum sambærilegan lykil fyrir 47 þúsund krónur. Umboðið lækkaði þá sinn reikning niður fyrir tilboð lyklasmiðsins.

Runólfur segir jafnframt dæmi um að fólk sé að spara sér allt að helming og erum að tala um mjög dýra hluti. Runólfur hvetur neytendur til að kynna sér vel þá möguleika sem standa til boða. Oft geti borgað sig að finna varahluti eftir öðrum leiðum en hjá bílaumboðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×