Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag á Ísland heldur áfram að lækka öfugt við margar Evrópuþjóðir þar sem álagið fer yfirleitt hækkandi.

Skuldatryggingaálag Íslands til fimm ára stendur í 220 punktum og hefur lækkað úr 264 punktum frá áramótum.

Undanfarnar vikur hefur þróunin verði þveröfug hjá þeim ríkjum Evrópu sem standa hvað veikust en álag á skuldir þeirra hefur hækkað verulega. Nefna má að álagið á Ísland er aftur komið niður fyrir skuldatryggingaálag Spánar sem stendur nú í 226 punktum.

Fjallað er um málið í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að ef horft er til ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Ríkissjóðs Íslands, sem er á gjalddaga í desember næstkomandi, er krafan um 5,7%.

Ljóst er að engin hætta er á því að skuldabréfið fáist ekki greitt, sé horft til gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og því nokkuð sérstakt að krafan sé ekki lægri.

Raunar má nefna hér að Seðlabankinn keypti töluvert af þessum skuldabréfaflokki í vetur með ágætum afslætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×