Er meirihluti fyrir aðgerðaleysi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Alþingismenn úr þremur flokkum, undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins, hafa lagt til að Alþingi feli innanríkisráðherra að útbúa lagafrumvarp um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni. Í forvirkum rannsóknarheimildum felst að lögreglan fær heimild til að safna upplýsingum um einstaklinga, samtök eða fyrirtæki þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að tiltekið afbrot hafi verið framið, heldur er nóg að lögreglu gruni að menn hafi áform um afbrot. Flutningsmenn tillögunnar benda á að lögregluyfirvöld í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi hafi heimildir af þessu tagi. Þær hafi nýlega sannað gildi sitt er danska og sænska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð hryðjuverkamanna á starfsfólki Jyllandsposten í Danmörku. Forvirkar rannsóknarheimildir nýtast í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi af margvíslegu tagi, mansali, fíkniefnasmygli og hryðjuverkum, eins og rakið er í greinargerð með þingsályktunartillögunni. Við þann lista mætti bæta njósnastarfsemi á vegum erlendra ríkja og/eða fyrirtækja, en nýlega komu fram vísbendingar um að Kína stundaði iðnnjósnir hér á landi. Íslenzkir lögreglumenn hafa ítrekað bent á að þeir búi við verri starfsaðstæður en önnur lögreglulið á Norðurlöndum vegna þess að þá skorti heimildir til rannsókna af þessu tagi. Sá nýi veruleiki harðsvíraðrar, skipulagðrar og alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem nú blasir við á Íslandi varð meðal annars til þess að Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipti um skoðun á forvirku rannsóknarheimildunum og hugðist útbúa frumvarp um þær. Hún var þeirrar skoðunar, eins og þingmennirnir sem flytja málið nú, að slíkar heimildir yrðu að vera háðar ströngu eftirliti nefndar á vegum Alþingis, sérstakrar deildar í dómstóli eða hvors tveggja. Eftir að Ögmundur Jónasson varð dómsmálaráðherra og síðar innanríkisráðherra hefur áhugi ráðuneytisins á þessum úrræðum fyrir lögregluna gufað upp. Það er kannski ekki að furða, því að þegar forvirkar rannsóknarheimildir bar á góma í tíð fyrri ríkisstjórnar var Ögmundur í hópi þeirra sem fundu þeim allt til foráttu og töluðu um „leyniþjónustu" og „njósnastarfsemi". Þó er það svo, eins og flutningsmenn þingsályktunartillögunnar benda á, að öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál. Engin rök eru heldur fyrir að lögreglan á Íslandi hafi minni heimildir en lögregla annars staðar á Norðurlöndum. Þess vegna ætti þetta mál að vera áhugamál „norrænu velferðarstjórnarinnar". Fyrst innanríkisráðherrann ætlar ekki að gera neitt í málinu er nauðsynlegt að afgreiða þingsályktunartillöguna og láta þannig reyna á hvort meirihluti er á Alþingi fyrir því aðgerðaleysi. Spyrja má hvernig þeir sem ekkert vilja gera í málinu muni bregðast við ef hér verður einn daginn framinn stórfelldur glæpur sem hefði mátt hindra með forvirku eftirliti lögreglunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Alþingismenn úr þremur flokkum, undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins, hafa lagt til að Alþingi feli innanríkisráðherra að útbúa lagafrumvarp um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni. Í forvirkum rannsóknarheimildum felst að lögreglan fær heimild til að safna upplýsingum um einstaklinga, samtök eða fyrirtæki þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að tiltekið afbrot hafi verið framið, heldur er nóg að lögreglu gruni að menn hafi áform um afbrot. Flutningsmenn tillögunnar benda á að lögregluyfirvöld í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi hafi heimildir af þessu tagi. Þær hafi nýlega sannað gildi sitt er danska og sænska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð hryðjuverkamanna á starfsfólki Jyllandsposten í Danmörku. Forvirkar rannsóknarheimildir nýtast í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi af margvíslegu tagi, mansali, fíkniefnasmygli og hryðjuverkum, eins og rakið er í greinargerð með þingsályktunartillögunni. Við þann lista mætti bæta njósnastarfsemi á vegum erlendra ríkja og/eða fyrirtækja, en nýlega komu fram vísbendingar um að Kína stundaði iðnnjósnir hér á landi. Íslenzkir lögreglumenn hafa ítrekað bent á að þeir búi við verri starfsaðstæður en önnur lögreglulið á Norðurlöndum vegna þess að þá skorti heimildir til rannsókna af þessu tagi. Sá nýi veruleiki harðsvíraðrar, skipulagðrar og alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem nú blasir við á Íslandi varð meðal annars til þess að Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipti um skoðun á forvirku rannsóknarheimildunum og hugðist útbúa frumvarp um þær. Hún var þeirrar skoðunar, eins og þingmennirnir sem flytja málið nú, að slíkar heimildir yrðu að vera háðar ströngu eftirliti nefndar á vegum Alþingis, sérstakrar deildar í dómstóli eða hvors tveggja. Eftir að Ögmundur Jónasson varð dómsmálaráðherra og síðar innanríkisráðherra hefur áhugi ráðuneytisins á þessum úrræðum fyrir lögregluna gufað upp. Það er kannski ekki að furða, því að þegar forvirkar rannsóknarheimildir bar á góma í tíð fyrri ríkisstjórnar var Ögmundur í hópi þeirra sem fundu þeim allt til foráttu og töluðu um „leyniþjónustu" og „njósnastarfsemi". Þó er það svo, eins og flutningsmenn þingsályktunartillögunnar benda á, að öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál. Engin rök eru heldur fyrir að lögreglan á Íslandi hafi minni heimildir en lögregla annars staðar á Norðurlöndum. Þess vegna ætti þetta mál að vera áhugamál „norrænu velferðarstjórnarinnar". Fyrst innanríkisráðherrann ætlar ekki að gera neitt í málinu er nauðsynlegt að afgreiða þingsályktunartillöguna og láta þannig reyna á hvort meirihluti er á Alþingi fyrir því aðgerðaleysi. Spyrja má hvernig þeir sem ekkert vilja gera í málinu muni bregðast við ef hér verður einn daginn framinn stórfelldur glæpur sem hefði mátt hindra með forvirku eftirliti lögreglunnar.