Meðvirkninni verður að linna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Birtingarmyndir ofbeldis eru margháttaðar. Ofbeldið getur verið líkamlegt og andlegt, sýnilegt og dulið, maður á mann eða margir gegn einum. Alltaf er þó um valdbeitingu að ræða, þ.e. að einn eða fleiri beita ofbeldi í skjóli valds; valds sem er til komið vegna stöðumunar eða aflsmunar. Ein birtingarmynd ofbeldis er kynferðisleg áreitni. Í vikunni sem leið var fyrirtæki dæmt í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða konu skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem hún hafði orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Í framhaldinu, eftir að konan hafði kvartað undan framferði karlsins, rýrnaði starf og ábyrgð konunnar sem ofbeldinu hafði sætt. Karlinn sem ofbeldinu hafði beitt fékk reyndar áminningu en sat aftur á móti sem fyrr í sínu starfi. Viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins sem dæmt var eru lýsandi fyrir það hvernig lenska hefur verið að bregðast við hvers konar einelti í gegnum tíðina. Í skólum var til dæmis algengast að þolandi eineltis væri fluttur til um bekk eða jafnvel skóla meðan gerandinn var um kyrrt í óbreyttum aðstæðum, fékk í besta falli tiltal. Kerfið studdi þannig hegðun gerandans en sendi þolandanum þau skilaboð að hann hefði gert mistök, rétt eins og gerðist í máli karlsins og konunnar sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í. Hin óbeinu skilaboð sem konan fékk voru að henni hefði orðið á og gæti þess vegna ekki sinnt því starfi sem hún hefði verið ráðin til. Karlinn aftur á móti fékk þau skilaboð að vissulega hefði honum orðið á en að það breytti engu um starf hans. Flestir grunnskólar á landinu og ýmsir framhaldsskólar hafa sett sér eineltisáætlun sem vinna skal eftir. Markmið slíkra áætlana er einmitt að koma í veg fyrir að niðurstaða ofbeldis- og eineltismála verði með þeim hætti að gerandinn standi með pálmann í höndunum meðan þolandinn gjaldi enn frekar en orðið er fyrir ofbeldið þannig að högum hans sé raskað. Árið 2004 tók gildi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Í þeirri reglugerð er kynferðisleg áreitni meðal þess sem er flokkað undir einelti. Reglugerðin kveður þó ekki afdráttarlaust á um að réttur þolanda skuli varinn heldur segir þar: „Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum." Því er fordæmið sem gefið er í dómi Héraðsdóms Reykjaness svo mikilvægt. Starfsmaður sem verður fyrir ofbeldi á vinnustað, hvort heldur kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi, verður að geta treyst því að forráðamenn vinnustaðar hans vinni með honum en ekki gegn. Meðvirkni með geranda í slíkum málum á að heyra sögunni til. Konan sem fékk dæmdar bætur í vikunni sem leið á skilinn mikinn heiður. Það er ekkert gamanmál að standa í málaferlum sem þessum við atvinnurekendur sína en það er meðal annars vegna hugrekkis fólks eins og þessarar konu sem breytingar verða til bóta í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Birtingarmyndir ofbeldis eru margháttaðar. Ofbeldið getur verið líkamlegt og andlegt, sýnilegt og dulið, maður á mann eða margir gegn einum. Alltaf er þó um valdbeitingu að ræða, þ.e. að einn eða fleiri beita ofbeldi í skjóli valds; valds sem er til komið vegna stöðumunar eða aflsmunar. Ein birtingarmynd ofbeldis er kynferðisleg áreitni. Í vikunni sem leið var fyrirtæki dæmt í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða konu skaðabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem hún hafði orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Í framhaldinu, eftir að konan hafði kvartað undan framferði karlsins, rýrnaði starf og ábyrgð konunnar sem ofbeldinu hafði sætt. Karlinn sem ofbeldinu hafði beitt fékk reyndar áminningu en sat aftur á móti sem fyrr í sínu starfi. Viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins sem dæmt var eru lýsandi fyrir það hvernig lenska hefur verið að bregðast við hvers konar einelti í gegnum tíðina. Í skólum var til dæmis algengast að þolandi eineltis væri fluttur til um bekk eða jafnvel skóla meðan gerandinn var um kyrrt í óbreyttum aðstæðum, fékk í besta falli tiltal. Kerfið studdi þannig hegðun gerandans en sendi þolandanum þau skilaboð að hann hefði gert mistök, rétt eins og gerðist í máli karlsins og konunnar sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í. Hin óbeinu skilaboð sem konan fékk voru að henni hefði orðið á og gæti þess vegna ekki sinnt því starfi sem hún hefði verið ráðin til. Karlinn aftur á móti fékk þau skilaboð að vissulega hefði honum orðið á en að það breytti engu um starf hans. Flestir grunnskólar á landinu og ýmsir framhaldsskólar hafa sett sér eineltisáætlun sem vinna skal eftir. Markmið slíkra áætlana er einmitt að koma í veg fyrir að niðurstaða ofbeldis- og eineltismála verði með þeim hætti að gerandinn standi með pálmann í höndunum meðan þolandinn gjaldi enn frekar en orðið er fyrir ofbeldið þannig að högum hans sé raskað. Árið 2004 tók gildi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Í þeirri reglugerð er kynferðisleg áreitni meðal þess sem er flokkað undir einelti. Reglugerðin kveður þó ekki afdráttarlaust á um að réttur þolanda skuli varinn heldur segir þar: „Atvinnurekandi skal grípa til viðeigandi ráðstafana og fylgja því eftir að einelti endurtaki sig ekki á vinnustaðnum." Því er fordæmið sem gefið er í dómi Héraðsdóms Reykjaness svo mikilvægt. Starfsmaður sem verður fyrir ofbeldi á vinnustað, hvort heldur kynferðislegri áreitni eða annars konar ofbeldi, verður að geta treyst því að forráðamenn vinnustaðar hans vinni með honum en ekki gegn. Meðvirkni með geranda í slíkum málum á að heyra sögunni til. Konan sem fékk dæmdar bætur í vikunni sem leið á skilinn mikinn heiður. Það er ekkert gamanmál að standa í málaferlum sem þessum við atvinnurekendur sína en það er meðal annars vegna hugrekkis fólks eins og þessarar konu sem breytingar verða til bóta í samfélaginu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun