Viðskipti innlent

Lýsing lifir áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gengistryggð bílalán voru dæmd ólögmæt í sumar.
Gengistryggð bílalán voru dæmd ólögmæt í sumar.
Tryggt hefur verið að þeir viðskiptavinir Lýsingar, sem áttu inni fjármuni hjá félaginu í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar, hafi fengið eða muni fá þá að fullu greidda. Í fréttatilkynningu frá Lýsingu segir að nú þegar hafi um 99% einstaklinga sem áttu inni fjármuni eftir endurútreikning bílasamninga fengið inneign sína greidda. Unnið sé að því að ljúka endurútreikningi gagnvart fyrirtækjum.

Endurskipulagningu Lýsingar er nú lokið með því að 28 milljarða kröfum Exista á hendur Lýsingu er breytt í hlutafé. Endurskipulagning félagsins varð nauðsynleg í kjölfar gengislánadóma Hæstaréttar í fyrra, en þeir höfðu m.a. þau áhrif að eignir Lýsingar rýrnuðu um 20 milljarða króna.

„Það er mikill léttir fyrir alla aðila að endurskipulagningu félagsins sé lokið" segir Halldór Jörgensson forstjóri Lýsingar í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×