Viðskipti innlent

Exeter: Stjórnarformaður vísar ábyrgð á forstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Þorsteinn er annar frá hægri.
Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Þorsteinn er annar frá hægri.
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs vísar frá sér allri ábyrgð á lánum í Exetermálinu svokallaða. Hann segir að þáverandi forstjóri Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson hafi borið ábyrgð á lánamálum og haft heimild til að veita lán upp að allt að 1,5 milljarði króna. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og er dómurinn fjölskipaður.



Allir sakborningar málsins eru viðstaddir aðalmeðferðina. Í málinu eru Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, Ragnar Z Guðjónsson fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu Exeter Holding bréf til kaupa í Byr sparisjóði á yfirverði. Bréfin voru í eigu Jóns Þorsteins, Birgis Ómars Haraldssonar og MP banka.

Jón Þorsteinn segir að bréf Birgis Ómars Haraldssonar í Byr sparisjóði hafi verið seld til Exeter Holding af greiðasemi við Birgi. Þetta kom fram í skýrslutökum sérstaks saksóknara yfir Jóni Þorsteini. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í mogun spurði saksóknari svo Jón Þorstein af hverju Byr sparisjóður veitti 200 milljóna króna lán af greiðasemi við Birgi Óimar Haraldsson. Það varð fátt um svör við þerri fyrirspurn.

Exeter málið er fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Tæpt ár er liðið frá því að málið var þingfest.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×