Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða 2. maí 2011 05:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að viðskiptin séu vissulega tilfinningalegs eðlis enda liggja rætur Samherja á Akureyri. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn. Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönnum í dag, til að kynna þeim þessar breytingar. Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 milljónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Landsbankinn fjármagnar 10.900 milljónir af kaupverðinu og verður viðskiptabanki nýs félags. Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fiskveiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveginum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. „Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtækinu og tryggt afkomu starfsfólks okkar,“ segir Þorsteinn. Samherji rekur öfluga útgerðarstarfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla landvinnslu í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. - shá Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að viðskiptin séu vissulega tilfinningalegs eðlis enda liggja rætur Samherja á Akureyri. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn. Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönnum í dag, til að kynna þeim þessar breytingar. Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 milljónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Landsbankinn fjármagnar 10.900 milljónir af kaupverðinu og verður viðskiptabanki nýs félags. Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fiskveiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveginum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. „Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtækinu og tryggt afkomu starfsfólks okkar,“ segir Þorsteinn. Samherji rekur öfluga útgerðarstarfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla landvinnslu í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. - shá
Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira