Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 09:51 Mynd: Karl Lúðvíksson Þá eru komnar nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga og Norðurá heldur sínu fyrsta sæti. Þess ber að geta fyrir þá sem eru að rýna í tölurnar í fyrsta skipti að það er ekki endilega heildartalan sem skiptir máli heldur hversu margir laxar það eru sem koma á stöngina. Getum sem dæmi um þetta tekið Norðurá með sína 1450 laxa, en þar er veitt á 14 stangir sem gerir 103 laxa á stöngina á tímabilinu. En Elliðaárnar með 716 laxa og 6 stangir (eru 4 í byrjun og enda) er með 119 laxa sem er feykilega góð veiði í báðum ánum. Tölfræðin er ekki alveg jafngóð í mörgum ánum en það er svo mikið eftir af þessu tímabili að staðan á ánum í dag hefur lítið að segja um lokaniðurstöðuna. Langá sem dæmi á eftir að fá þvílíka sprengju þegar maðkahollin byrja þar í lok ágúst og þanig er það með fleiri ár. Rangárnar eru fyrst að detta í gírinn núna og í ágúst byrjun eru sum hollin að taka langt yfir 100 laxa á DAG! Hér fyrir neðan er listinn yfir 10 aflahæstu árnar og hér er tengill fyrir þá sem vilja skoða listann í heild sinni. https://angling.is/is/veiditolur/ Hér í þremur aftari dálkunum sérðu veidda laxa, fjölda stanga í ánni og veiðina í fyrra.Norðurá27. 7. 20111450142279Blanda27. 7. 20111190192777Þverá + Kjarará27. 7. 20111002143760Selá í Vopnafirði27. 7. 201179862065Haffjarðará27. 7. 201175461978Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.27. 7. 2011721206210Elliðaárnar.27. 7. 201171661164Miðfjarðará27. 7. 2011704104043Langá27. 7. 2011678122235Eystri-Rangá27. 7. 2011592186280 Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði
Þá eru komnar nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga og Norðurá heldur sínu fyrsta sæti. Þess ber að geta fyrir þá sem eru að rýna í tölurnar í fyrsta skipti að það er ekki endilega heildartalan sem skiptir máli heldur hversu margir laxar það eru sem koma á stöngina. Getum sem dæmi um þetta tekið Norðurá með sína 1450 laxa, en þar er veitt á 14 stangir sem gerir 103 laxa á stöngina á tímabilinu. En Elliðaárnar með 716 laxa og 6 stangir (eru 4 í byrjun og enda) er með 119 laxa sem er feykilega góð veiði í báðum ánum. Tölfræðin er ekki alveg jafngóð í mörgum ánum en það er svo mikið eftir af þessu tímabili að staðan á ánum í dag hefur lítið að segja um lokaniðurstöðuna. Langá sem dæmi á eftir að fá þvílíka sprengju þegar maðkahollin byrja þar í lok ágúst og þanig er það með fleiri ár. Rangárnar eru fyrst að detta í gírinn núna og í ágúst byrjun eru sum hollin að taka langt yfir 100 laxa á DAG! Hér fyrir neðan er listinn yfir 10 aflahæstu árnar og hér er tengill fyrir þá sem vilja skoða listann í heild sinni. https://angling.is/is/veiditolur/ Hér í þremur aftari dálkunum sérðu veidda laxa, fjölda stanga í ánni og veiðina í fyrra.Norðurá27. 7. 20111450142279Blanda27. 7. 20111190192777Þverá + Kjarará27. 7. 20111002143760Selá í Vopnafirði27. 7. 201179862065Haffjarðará27. 7. 201175461978Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.27. 7. 2011721206210Elliðaárnar.27. 7. 201171661164Miðfjarðará27. 7. 2011704104043Langá27. 7. 2011678122235Eystri-Rangá27. 7. 2011592186280
Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði