Handbolti

Eiður Smári: Eins og að losna úr fangelsi að fara frá Stoke

„Þetta er tími sem ég er búinn að stroka út úr lífi mínu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var spurður um Stoke „ævintýrið" í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Landsliðsmaðurinn fór yfir samskipti hans við Tony Pulis knattspyrnustjóra Stoke en Eiður var í herbúðum liðsins veturinn 2010-2011.

„Ég var aðeins farinn að efast um Tony Pulis þegar ég sat á skrifstofunni hans korteri áður en félagaskiptaglugganum var lokað. Ég sagði við hann að ég væri ekki alveg viss. Næsta sem ég veit er að ég rifinn upp af Tony Pulis. Hann fer með mig fram og segir:, „Eiður, þú verður minn maður hérna, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu." Ég skrifaði undir samninginn og ég held að hann hafi ekki talað við mig síðan þá. Þetta var eins og að losna úr fangelsi þegar ég fór frá Stoke til Fulham, sagði Eiður Smári m.a.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×