Viðskipti innlent

Uppsveiflan heldur áfram á fasteignamarkaðinum

Töluverð uppsveifla á fasteignamarkaðinum í borginni heldur áfram. Í síðustu viku var 114 samningum þinglýst í borginni. Þetta er töluvert meiri fjöldi en nemur meðaltali síðustu 12 vikna. Á því tímabili hefur 77 samningum verið þinglýst á viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðaskrár Íslands. Þar segir að af þessum 114 samningum  voru 88 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.7 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 41,5 milljónir króna.

Á síðustu 12 vikum hefur heildarveltan verið 2,3 milljarðar króna á meðaltali á viku og meðalupphæðin var tæpar 30 milljónir kr.

Fram kemur á vefsíðu Þjóðskrárinnar að á sama tíma, þ.e. síðustu viku, var 2 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 41 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 8 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 141 milljón króna og meðalupphæð á samning 17,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 5 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 174 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29 milljónir króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×