Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður með 500 þúsund á mánuði 11. apríl 2011 13:51 Símamynd Yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýtt hlutafé. Meirihluti stjórnar er. skipaður óháðum fulltrúum. Þorsteinn Pálsson er nýr stjórnarformaður MP banka Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í dag með 99,7% atkvæða. Nýr eigendahópur tekur við allri innlendri starfsemi bankans og starfseminni í Litháen og verður hún rekin undir nafni MP banka. Eignir bankans í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýju eigendurnir leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýju hlutafé og er eiginfjárhlutfall bankans vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Breytt eignarhald á MP banka hefur ekki í för með sér breytingar fyrir viðskiptavini bankans. Aukin áhersla verður lögð á þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Í tilkynningu frá MP banka kemur fram hver laun stjórnarmanna eru. Þar segir að stjórnarformaður er með 500 þúsund krónur á mánuði, varaformaður með 250 þúsund og meðstjórnendur 250 þúsund. Í nýjum hluthafahópi MP banka eru bæði innlendir og erlendir fagfjárfestar sem hafa trú á bankanum og telja mikla möguleika fyrir frjálsan og óháðan banka. Stærstu hluthafarnir eru Títan fjárfestingafélag (17,5%), Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,8%), Joseph C. Lewis, eigandi m.a. Tavistock Group (9,6%), Rowland fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg (9,6%), Guðmundur Jónsson (9,1%), TM (5,4%), VÍS (4,5%) og Robert Raich, kanadískur fjárfestir og lögfræðingur (3,6%). Meðal minni hluthafa eru meðal annars Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna og teljum mikil tækifæri felast í því að efla og byggja upp eina sjálfstæða banka landsins," segir Skúli Mogensen, forstjóri Títan fjárfestingafélags, sem leiðir nýjan hluthafahóp MP banka. „Við leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bankans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er bankanum nú óheimilt með öllu að taka veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum samþykktum félagsins."Eigið fé verður 5,5 ma kr. og eiginfjárhlutfall 24% Við endurskipulagningu MP banka var farin sú leið að skipta honum í tvennt. Innlend starfsemi og starfsemi í Litháen er færð í dótturfélagið nb.is-sparisjóður og fær það nafnið MP banki. Eignir í Úkraínu verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa undir nafni EA fjárfestingarfélags. Náið samráð var haft við eftirlitsaðila um skiptinguna. Nýir eigendur leggja MP banka til 5,5 milljarða króna í nýju hlutafé og verður eiginfjárhlutfall bankans (CAD) nú 24%, eða vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Nýtt hlutafé hefur þegar verið greitt inn í bankann í reiðufé. Engin lánafyrirgreiðsla var veitt til nýrra hluthafa frá bankanum. Virkum hluthöfum og fyrirtækjum þeirra er óheimilt með öllu að fá lán í bankanum.Áfram áhersla á góða þjónustu og ánægða viðskiptavini Hluthafar hafa ákveðið að meirihluti stjórnar sé skipaður óháðum fulltrúum. Stjórnina skipa Þorsteinn Pálsson lögfræðingur, stjórnarformaður, Skúli Mogensen forstjóri Títan fjárfestingafélags varaformaður og meðstjórnendur eru Hanna Katrín Friðriksson, MBA og yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Mario Espinosa, framkvæmdastjóri Tavistock Group. „Ég veit af eigin reynslu að viðskiptavinir MP banka eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem bankinn veitir almennum viðskiptamönnum og við ætlum okkur að sjálfsögðu að byggja áfram á því góða orðspori, segir Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður. „Ég fagna því að fá tækifæri til að vinna með nýjum hluthöfum bankans í að byggja upp sjálfstæðan og óháðan banka og ég var sérstaklega ánægður með að finna strax frá upphafi að þeir leggðu áherslu á að taka upp nýja siði." „Minni og meðalstór fyrirtæki eru lykillinn að endurreisn efnahagslífsins og þau þurfa banka sem er með þeim í liði. Það höfum við gert hingað til og munum nú með auknum fjárhagslegum styrk geta sinnt fleiri fyrirtækjum," segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýtt hlutafé. Meirihluti stjórnar er. skipaður óháðum fulltrúum. Þorsteinn Pálsson er nýr stjórnarformaður MP banka Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í dag með 99,7% atkvæða. Nýr eigendahópur tekur við allri innlendri starfsemi bankans og starfseminni í Litháen og verður hún rekin undir nafni MP banka. Eignir bankans í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýju eigendurnir leggja MP banka til 5,5 milljarða í nýju hlutafé og er eiginfjárhlutfall bankans vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Breytt eignarhald á MP banka hefur ekki í för með sér breytingar fyrir viðskiptavini bankans. Aukin áhersla verður lögð á þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Í tilkynningu frá MP banka kemur fram hver laun stjórnarmanna eru. Þar segir að stjórnarformaður er með 500 þúsund krónur á mánuði, varaformaður með 250 þúsund og meðstjórnendur 250 þúsund. Í nýjum hluthafahópi MP banka eru bæði innlendir og erlendir fagfjárfestar sem hafa trú á bankanum og telja mikla möguleika fyrir frjálsan og óháðan banka. Stærstu hluthafarnir eru Títan fjárfestingafélag (17,5%), Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,8%), Joseph C. Lewis, eigandi m.a. Tavistock Group (9,6%), Rowland fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg (9,6%), Guðmundur Jónsson (9,1%), TM (5,4%), VÍS (4,5%) og Robert Raich, kanadískur fjárfestir og lögfræðingur (3,6%). Meðal minni hluthafa eru meðal annars Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna og teljum mikil tækifæri felast í því að efla og byggja upp eina sjálfstæða banka landsins," segir Skúli Mogensen, forstjóri Títan fjárfestingafélags, sem leiðir nýjan hluthafahóp MP banka. „Við leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bankans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er bankanum nú óheimilt með öllu að taka veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum samþykktum félagsins."Eigið fé verður 5,5 ma kr. og eiginfjárhlutfall 24% Við endurskipulagningu MP banka var farin sú leið að skipta honum í tvennt. Innlend starfsemi og starfsemi í Litháen er færð í dótturfélagið nb.is-sparisjóður og fær það nafnið MP banki. Eignir í Úkraínu verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa undir nafni EA fjárfestingarfélags. Náið samráð var haft við eftirlitsaðila um skiptinguna. Nýir eigendur leggja MP banka til 5,5 milljarða króna í nýju hlutafé og verður eiginfjárhlutfall bankans (CAD) nú 24%, eða vel umfram skilyrði Fjármálaeftirlitsins. Nýtt hlutafé hefur þegar verið greitt inn í bankann í reiðufé. Engin lánafyrirgreiðsla var veitt til nýrra hluthafa frá bankanum. Virkum hluthöfum og fyrirtækjum þeirra er óheimilt með öllu að fá lán í bankanum.Áfram áhersla á góða þjónustu og ánægða viðskiptavini Hluthafar hafa ákveðið að meirihluti stjórnar sé skipaður óháðum fulltrúum. Stjórnina skipa Þorsteinn Pálsson lögfræðingur, stjórnarformaður, Skúli Mogensen forstjóri Títan fjárfestingafélags varaformaður og meðstjórnendur eru Hanna Katrín Friðriksson, MBA og yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Mario Espinosa, framkvæmdastjóri Tavistock Group. „Ég veit af eigin reynslu að viðskiptavinir MP banka eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem bankinn veitir almennum viðskiptamönnum og við ætlum okkur að sjálfsögðu að byggja áfram á því góða orðspori, segir Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður. „Ég fagna því að fá tækifæri til að vinna með nýjum hluthöfum bankans í að byggja upp sjálfstæðan og óháðan banka og ég var sérstaklega ánægður með að finna strax frá upphafi að þeir leggðu áherslu á að taka upp nýja siði." „Minni og meðalstór fyrirtæki eru lykillinn að endurreisn efnahagslífsins og þau þurfa banka sem er með þeim í liði. Það höfum við gert hingað til og munum nú með auknum fjárhagslegum styrk geta sinnt fleiri fyrirtækjum," segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira