Erlent

Segist hafa fundið nagla sem Jesú var negldur upp á krossinn með

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Kvikmyndagerðamaður segist hafa gert eina merkustu fornleifauppgötvun mannkynssögunnar. Við gerð heimildarkvikmyndar segist hann hafa fundið nagla sem Jesú var krossfestur með.

Kanadíski kvikmyndagerðamaðurinn Simcha Jacobovici var að gera heimildarmynd um gröf æðsta prestsins Caiaphas í Jerúsalem þegar hann á að hafa fundið tvo nagla. Sjálfur heldur hann því fram að naglarnir séu í raun þeir sömu og voru notaðir til þess að festa Jesú sjálfan á krossinn á Hauskúpuhæð.

Simcha segist hafa látið sérfræðinga fara yfir naglana og að þeir séu sannfærðir um að fornleifafundurinn sé ekta. Ísraelsk stjórnvöld eru efins. Þá ekki síst vegna þess að sami kvikmyndagerðamaður hélt því fram árið 2007 að hann hefði fundið muni tengda Jesú, sem reyndist ekki rétt.

Fræðimenn halda því einnig fram að gröf æðsta prestsins hafi verið rannsökuð í þaula og ekkert sem bendi til þess að naglarnir séu sannarlega þeir sem Jesú var festur á krossinn með. Þá benda þeir á að naglar finnist oft á svona stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×