Viðskipti innlent

Yfir 200 manns sagt upp í hópuppsögnum í ár

Alls hafa Vinnumálastofnun borist tilkynningar um uppsagnir á 208 manns á árinu 2011 (janúar og febrúar) í hópuppsögnum mest í mannvirkjagerð.



Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. Þar segir að Vinnumálastofnun bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í febrúar, þar sem sagt var upp 68 manns. Um er að ræða aðila í heilbrigðisþjónustu, verslun og fiskvinnslu.

Þeir starfsmenn, sem sagt hefur verið upp, koma til með að missa vinnuna aðallega í júní til september 2011. Ástæður uppsagnanna eru sagðar tímabundin rekstrarstöðvun, endurskipulagning og hráefnisskortur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×