Viðskipti innlent

Icelandair tryggt fyrir tjóni vegna brotlendingarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugfélag Íslands.
Flugfélag Íslands.
Icelandair Group er að fullu tryggt fyrir öllu tjóni sem flugfélagið verður fyrir vegna brotlendingar Dash 8 vélarinnar á Grænlandi í síðustu viku, nema tjóni vegna tekjumissis sem leiðir af því að missa eina vél úr rekstri leiðakerfi Flugfélags Íslands næstu vikurnar.

Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar kemur fram að ekki liggi fyrir hve mikið tjónið verði en það muni hafa óveruleg áhrif á rekstur Icelandair Group hf. Skemmdir urðu á skrokki vélarinnar og hreyflum og má gera ráð fyrir að þær séu töluverðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×