Handritshöfundurinn 2011 Davíð Þór Jónsson skrifar 3. september 2011 06:00 Handritshöfundurinn 2011 sat við tölvuskjáinn og las yfir byrjunina á sjónvarpsþættinum sem hann hafði skrifað: „Jón lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Jón við vandræði í einkalífinu.“ Handritshöfundurinn dæsti. Hann sá að þetta var alls ekki nógu gott, þetta var ekki nógu nýstárlegt og spennandi. Þetta hafði verið gert áður. Hann strokaði það út sem hann hafði skrifað og byrjaði upp á nýtt: „Angantýr lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Angantýr við vandræði í einkalífinu.“ Handritshöfundurinn staldraði við. Þetta var að vísu skárra, en samt ekki nógu gott. Hann þurfti að fá glænýja hugmynd, eitthvað sem enginn byggist við, eitthvað sem myndi líma fólk við skjáinn frá byrjun. Hann strokaði þetta líka út og klóraði sér í hausnum. Allt í einu laust snjallræði niður í hausinn á honum. Þetta var eitthvað annað. Hann skrifaði: „Guðbjörg lögregluforingi stóð yfir líkinu. Hún hafði átt erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálf glímdi hún við vandræði í einkalífinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi og kvennabósi.“ Nei. Þótt honum færi reyndar jafnt og þétt fram var hann samt ekki ánægður. Hann þurfti að detta niður á einhverja glænýja nálgun. Þá varð hann fyrir opinberun. Hvað með að gera sjónvarpsþátt sem fjallaði ekki um löggur að leysa morðmál? Slíkur þáttur kæmi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Handritshöfundurinn fylltist aðdáun á sjálfum sér. Þetta var gargandi snilld. Hann klæjaði í lófana að hefjast handa. Handritshöfundurinn fálmaði eftir gemsanum sínum og fór í flýti að fletta í gegn um símanúmerin í minninu í leit að einhverjum sem kunni að elda og var ekki þegar búinn að gera matreiðsluþátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun
Handritshöfundurinn 2011 sat við tölvuskjáinn og las yfir byrjunina á sjónvarpsþættinum sem hann hafði skrifað: „Jón lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Jón við vandræði í einkalífinu.“ Handritshöfundurinn dæsti. Hann sá að þetta var alls ekki nógu gott, þetta var ekki nógu nýstárlegt og spennandi. Þetta hafði verið gert áður. Hann strokaði það út sem hann hafði skrifað og byrjaði upp á nýtt: „Angantýr lögregluforingi stóð yfir líkinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi, kvennabósi og ung stúlka sem átti erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálfur glímdi Angantýr við vandræði í einkalífinu.“ Handritshöfundurinn staldraði við. Þetta var að vísu skárra, en samt ekki nógu gott. Hann þurfti að fá glænýja hugmynd, eitthvað sem enginn byggist við, eitthvað sem myndi líma fólk við skjáinn frá byrjun. Hann strokaði þetta líka út og klóraði sér í hausnum. Allt í einu laust snjallræði niður í hausinn á honum. Þetta var eitthvað annað. Hann skrifaði: „Guðbjörg lögregluforingi stóð yfir líkinu. Hún hafði átt erfitt uppdráttar innan lögreglunnar vegna kynferðis síns. Sjálf glímdi hún við vandræði í einkalífinu. Morðið hafði verið óvenjulegt og frumlegt. Verst að götulöggan hafði spillt vettvangnum. Nýliðinn í hópnum kastaði upp. Aðrir í hópnum voru drykkfelldur ruddi og kvennabósi.“ Nei. Þótt honum færi reyndar jafnt og þétt fram var hann samt ekki ánægður. Hann þurfti að detta niður á einhverja glænýja nálgun. Þá varð hann fyrir opinberun. Hvað með að gera sjónvarpsþátt sem fjallaði ekki um löggur að leysa morðmál? Slíkur þáttur kæmi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Handritshöfundurinn fylltist aðdáun á sjálfum sér. Þetta var gargandi snilld. Hann klæjaði í lófana að hefjast handa. Handritshöfundurinn fálmaði eftir gemsanum sínum og fór í flýti að fletta í gegn um símanúmerin í minninu í leit að einhverjum sem kunni að elda og var ekki þegar búinn að gera matreiðsluþátt.