Góður bati eftir eina mestu kreppu heims Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2011 00:00 Blaðamannafundur í Seðlabankanum Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, svarar spurningum blaðamanna í gær. Með henni er Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir við búið að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins í byrjun júní. Vikulangri heimsókn sendinefndarinnar lauk í gær með blaðamannafundi þar sem farið var yfir helstu niðurstöður funda sem haldnir voru með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum, fræðimönnum og fulltrúum viðskipta- og atvinnulífs, vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Þá kom þar fram að stjórnvöld á Norðurlöndum hafi staðfest að þau bjóði enn tvíhliða lán til stuðnings áætlun Íslands. Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, upplýsti á fundinum að íslensk stjórnvöld og starfslið sjóðsins hefðu náð samkomulagi um fimmtu endurskoðunina, sem nú biði staðfestingar framkvæmdastjórnar og stjórnar AGS. Hún sagði kominn fram vísi að hægum efnahagsbata, búist væri við 2,25 prósenta hagvexti á þessu ári sem síðan aukast í 3,0 prósent á næstu misserum. Mat sjóðsins á efnahagshorfum landsins væri að mestu óbreytt frá fyrri spám. Sjóðurinn telur engu að síður að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja gangi enn of hægt fyrir sig, þótt þar hafi orðið nokkur framför. „Endurskipulagning skulda er ennþá nauðsynlegur þáttur varanlegs efnahagsbata og myndi einnig aðstoða við að taka á vanda hás hlutfalls lána í vanskilum í bankakerfinu. Julie sagði margvíslegan árangur hafa náðst og hrósaði áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Hún væri árangurstengd og hæfilega varkár. Þá drægi úr opinberum skuldum og viðskiptahalla, en óvissa um áhrif Icesave þar á hefði aukist með því að deilunni hafi verið vísað til dómstóla. „Engu að síður er búist við að eignir þrotabús Landsbankans standi undir verulegum hluta innstæðna Icesave, sem dregur úr fjárhagslegri áhættu ríkisins,“ sagði hún. Þá sagði Julie mat sendinefndarinnar að hér kæmi til með að draga hægt úr atvinnuleysi, en nokkur ár, líkast til fjögur, yrðu þar til atvinnuleysi teldist lítið á ný. Hvað gang efnahagsáætlunarinnar í heild varðar sagði Julie ástæðu til að fagna góðum árangri. Kreppan á Íslandi hefði verið ein sú allra mesta sem sést hefði í heiminum. Þá hefðu ytri aðstæður í efnahagslífi heimsins verið erfiðar og það unnið á móti hraðari efnahagsbata. Þá væru vandfundin lönd í heiminum til samanburðar, því óvíða hefði fjármálakerfi landa hrunið alveg. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir við búið að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins í byrjun júní. Vikulangri heimsókn sendinefndarinnar lauk í gær með blaðamannafundi þar sem farið var yfir helstu niðurstöður funda sem haldnir voru með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum, fræðimönnum og fulltrúum viðskipta- og atvinnulífs, vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Þá kom þar fram að stjórnvöld á Norðurlöndum hafi staðfest að þau bjóði enn tvíhliða lán til stuðnings áætlun Íslands. Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, upplýsti á fundinum að íslensk stjórnvöld og starfslið sjóðsins hefðu náð samkomulagi um fimmtu endurskoðunina, sem nú biði staðfestingar framkvæmdastjórnar og stjórnar AGS. Hún sagði kominn fram vísi að hægum efnahagsbata, búist væri við 2,25 prósenta hagvexti á þessu ári sem síðan aukast í 3,0 prósent á næstu misserum. Mat sjóðsins á efnahagshorfum landsins væri að mestu óbreytt frá fyrri spám. Sjóðurinn telur engu að síður að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja gangi enn of hægt fyrir sig, þótt þar hafi orðið nokkur framför. „Endurskipulagning skulda er ennþá nauðsynlegur þáttur varanlegs efnahagsbata og myndi einnig aðstoða við að taka á vanda hás hlutfalls lána í vanskilum í bankakerfinu. Julie sagði margvíslegan árangur hafa náðst og hrósaði áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Hún væri árangurstengd og hæfilega varkár. Þá drægi úr opinberum skuldum og viðskiptahalla, en óvissa um áhrif Icesave þar á hefði aukist með því að deilunni hafi verið vísað til dómstóla. „Engu að síður er búist við að eignir þrotabús Landsbankans standi undir verulegum hluta innstæðna Icesave, sem dregur úr fjárhagslegri áhættu ríkisins,“ sagði hún. Þá sagði Julie mat sendinefndarinnar að hér kæmi til með að draga hægt úr atvinnuleysi, en nokkur ár, líkast til fjögur, yrðu þar til atvinnuleysi teldist lítið á ný. Hvað gang efnahagsáætlunarinnar í heild varðar sagði Julie ástæðu til að fagna góðum árangri. Kreppan á Íslandi hefði verið ein sú allra mesta sem sést hefði í heiminum. Þá hefðu ytri aðstæður í efnahagslífi heimsins verið erfiðar og það unnið á móti hraðari efnahagsbata. Þá væru vandfundin lönd í heiminum til samanburðar, því óvíða hefði fjármálakerfi landa hrunið alveg.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira