Fróðlegur fyrirlestur um áfrif stíflumannvirkja á göngusvæði laxa Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2011 15:01 Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00, fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi. Fyrirlesari er dr. Margaret J. Filardo líffræðingur, forstöðumaður Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregonfylki í Bandaríkjunum. Miðstöðin er vísindaleg tæknistofnun þar sem fylgst er með ferðum gönguseiða og fullorðinna fiska. Tilefni fyrirlestursins er að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lýkur 11. nóvember nk. og fer málið þá í kjölfarið til meðferðar Alþingis. Áherslan í þessu ferli beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna og er öllum opinn. Hægt er að tilkynna þátttöku til nasf@vortex.is Stangveiði Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði
Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00, fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi. Fyrirlesari er dr. Margaret J. Filardo líffræðingur, forstöðumaður Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregonfylki í Bandaríkjunum. Miðstöðin er vísindaleg tæknistofnun þar sem fylgst er með ferðum gönguseiða og fullorðinna fiska. Tilefni fyrirlestursins er að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lýkur 11. nóvember nk. og fer málið þá í kjölfarið til meðferðar Alþingis. Áherslan í þessu ferli beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna og er öllum opinn. Hægt er að tilkynna þátttöku til nasf@vortex.is
Stangveiði Mest lesið Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði Aðalfundur SVFR verður haldinn 21. febrúar Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði