Ódýrar stangir í Ytri Rangá - ágóðinn til Fjölskylduhjálparinnar Svavar Hávarðsson skrifar 20. október 2011 16:43 Rangárflúðirnar í Ytri-Rangá eru án efa einn allra gjöfulasti veiðistaðurinn Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði
Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði