Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2011 10:04 Mynd af www.svfr.is Þegar að vatn tók loks að sjatna í Tungufljóti í Skaftafellssýslu kom í ljós að frekar lítið var af fiski undir. Vika er eftir að veiðitímanum í fljótinu. Holl sem fékk fljótið í sjatnandi vatni frá laugardegi til mánudags fékk ákjósanlegar aðstæður á sunnudeginum. Veiddust níu fiskar á tveimur dögum, einn átta punda, þrír um fimm pundin og aðrir minni. Á laugardeginum hafði áin verið brún og bólgin, en á sunnudeginum var milt veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Í ljósi þessa urðu veiðimenn fyrir nokkrum vonbrigðum, en lítið virtist af fiski í ofanverðu fljótinu. Einn náðist úr Breiðufor, og einn misstist í Fitjabakka og Klapparhyl. Er þar með upptalið lífið sem fannst í uppánni. Í vatnamótunum við Eldvatn var eitthvað líf, og veiddust þar nýgengnir geldfiskar. Í ljósi þess að komið var viku fram í október er ljóst að lítið er af fiski, a.m.k ef mið er tekið af veiðitölum helgarinnar. Tungufljót er hins vegar óútreiknanlegt og í ljósi þess að enn er vika til stefnu, og veður hlýnandi á nýjan leik, þá er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn lendi í uppgripum. Það er enn of snemmt að afskrifa fljótið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Þegar að vatn tók loks að sjatna í Tungufljóti í Skaftafellssýslu kom í ljós að frekar lítið var af fiski undir. Vika er eftir að veiðitímanum í fljótinu. Holl sem fékk fljótið í sjatnandi vatni frá laugardegi til mánudags fékk ákjósanlegar aðstæður á sunnudeginum. Veiddust níu fiskar á tveimur dögum, einn átta punda, þrír um fimm pundin og aðrir minni. Á laugardeginum hafði áin verið brún og bólgin, en á sunnudeginum var milt veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Í ljósi þessa urðu veiðimenn fyrir nokkrum vonbrigðum, en lítið virtist af fiski í ofanverðu fljótinu. Einn náðist úr Breiðufor, og einn misstist í Fitjabakka og Klapparhyl. Er þar með upptalið lífið sem fannst í uppánni. Í vatnamótunum við Eldvatn var eitthvað líf, og veiddust þar nýgengnir geldfiskar. Í ljósi þess að komið var viku fram í október er ljóst að lítið er af fiski, a.m.k ef mið er tekið af veiðitölum helgarinnar. Tungufljót er hins vegar óútreiknanlegt og í ljósi þess að enn er vika til stefnu, og veður hlýnandi á nýjan leik, þá er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn lendi í uppgripum. Það er enn of snemmt að afskrifa fljótið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði