Enn einn góður dagur í Stóru Laxá 7. september 2011 16:44 Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Nú ber það til tíðinda að Kálfhagahylurinn er orðinn smekkfullur af laxi, veiðimenn töldu þar á bilinu 70-100 laxa ofan af klettinum við hylinn og voru margir þeirra stórir. Þessar fréttir vita á mjög gott fyrir veiðimenn á efri svæðum Stóru Laxár sem hingað til hafa verið heldur rólegri. Kálfhagahylurinn er næst efsti staður á svæði I&II og nú þegar laxinn er farinn að bunka sér í þessu magni upp á efri hluta svæðisins geta menn farið að eiga von á góðum dögum á svæðum III & IV. Í fyrradag fengum við fréttir af svæði IV. Þá virtist veiðin þegar aðeins vera farin að hressast. Þeir voru við veiðar höfðu þá veitt tvær vaktir og voru komnir með 4 laxa á 2 stangir. Tveir laxana voru í smærri kantinum, 5-6 pund en hinir voru í stærri kantinum. Sá stærri var talinn vera í kringum 18 – 20 pundin og sá minni var c.a. 12 punda hrygna. Eins og menn vita þá er eingöngu veitt og sleppt á svæði 4 og eru þessir laxar því enn í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði
Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Nú ber það til tíðinda að Kálfhagahylurinn er orðinn smekkfullur af laxi, veiðimenn töldu þar á bilinu 70-100 laxa ofan af klettinum við hylinn og voru margir þeirra stórir. Þessar fréttir vita á mjög gott fyrir veiðimenn á efri svæðum Stóru Laxár sem hingað til hafa verið heldur rólegri. Kálfhagahylurinn er næst efsti staður á svæði I&II og nú þegar laxinn er farinn að bunka sér í þessu magni upp á efri hluta svæðisins geta menn farið að eiga von á góðum dögum á svæðum III & IV. Í fyrradag fengum við fréttir af svæði IV. Þá virtist veiðin þegar aðeins vera farin að hressast. Þeir voru við veiðar höfðu þá veitt tvær vaktir og voru komnir með 4 laxa á 2 stangir. Tveir laxana voru í smærri kantinum, 5-6 pund en hinir voru í stærri kantinum. Sá stærri var talinn vera í kringum 18 – 20 pundin og sá minni var c.a. 12 punda hrygna. Eins og menn vita þá er eingöngu veitt og sleppt á svæði 4 og eru þessir laxar því enn í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is
Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði