Handbolti

Bjarte Myrhol með krabbamein í eista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarte Myrhol í leik á móti Íslandi á HM.
Bjarte Myrhol í leik á móti Íslandi á HM. Mynd/Nordic Photos/AFP
Bjarte Myrhol, einn besti línumaður heims og lykilmaður hjá bæði Rhein-Neckar Löwen og norska landsliðinu, greindist með krabbamein í eista fyrir viku síðan og er búinn að fara í aðgerð.

„Það var mikið sjokk að fá þessar fréttir og ég átti erfitt um tíma. Horfurnar eru samt góðar og ég er á góðri leið," sagði Bjarte Myrhol við norska blaðið Verdens Gang.

„Ég lít ekki á þetta eins og leik. Ég er alveg rólegur og sannfærður um að þetta gangi allt saman vel," sagði Myrhol.

„Handboltinn er samt kominn í annað sætið og nú snýst þetta allt um að verða frískur á ný," sagði Myrhol.

Bjarte Myrhol er 29 ára gamall og hefur spilað með Löwen frá því að hann kom þangað frá HSG Nordhorn árið 2009. Hann hélt íslenska landsliðslínumanninum Róberti Gunnarssyni út úr byrjunarliði Rhein-Neckar Löwen á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×