Innlent

Icelandair frestar brottför allra véla til klukkan rúmlega tíu

Icelandair hefur frestað brottför allra véla sinna frá landinu þar til klukkan rúmlega tíu, vegna verkfallsaðgerða flugvirkja, sem hófust klukkan sex í morgun og lýkur klukkan tíu.

Uppúr viðræðum flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins slitnaði í gær og því kom til boðaðra aðgerða í morgun og verða þær með sama hætti á morgun og hinn.

Tafir verða á öllu flugi Icelandair í dag vegna þessa og telur félagið að þær snerti um 20 þúsund farþega. Ekkert liggur enn fyrir um frekari samninagviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×