Handbolti

Tekst Atla hið ómögulega aftur ?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atli Hilmarsson er í kunnuglegri stöðu.
Atli Hilmarsson er í kunnuglegri stöðu.
Akureyri er hreinlega með bakið upp við vegg fyrir þriðja leikinn gegn FH í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, en FH hefur 2-0 forystu og þarf aðeins einn sigur til að hampa titlinum.

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, hefur áður verið í nákvæmlega sömu stöðu þegar hann þjálfaði lið KA árið 2002.

Valsmenn unnu þá fyrstu tvö leikina í einvíginu, en KA-menn komu til baka og unnu þrjá leiki í röð og lyftu Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda.

Í liði KA árið 2002 voru tveir leikmenn sem spila fyrir Akureyri síðar í dag, en þeir Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson voru báðir í KA fyrir níu arum og spurning hvort reynsla þeirra nýtist í þessari stöðu.

Valur var með gríðarlega sterkt lið á þessum tíma en Roland Valur Eradze, Geir Sveinsson, Markús Máni Michaelsson, Sigfús Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru allir í Valsliðinu í þessu einvígi.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×