Handbolti

Füchse Berlin vann öruggan sigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur Sigurðsson stýrði Füchse til sigurs í dag. Mynd. / Getty Images
Dagur Sigurðsson stýrði Füchse til sigurs í dag. Mynd. / Getty Images
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin völtuðu yfir HBW Balingen-Weilstetten 29-20 í þýsku úrvalsdeildinni.

Alexander Petersson lék ekki mikið í leiknum í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið.

Sven-Sö Christophersen, leikmaður Füchse Berlin, var atkvæðamestur með níu mörk.

Füchse Berlin eru  í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig aðeins tveimur stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen sem hafa 47 stig, en þriðja sæti deildarinnar gefur möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×