Handbolti

Kiel úr leik í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð var ekki hress á hliðarlínunni í dag.
Alfreð var ekki hress á hliðarlínunni í dag. vísir/bongarts
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska liðinu Kiel eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap, 33-36, á heimavelli gegn Barcelona. Ótrúleg úrslit á sterkum heimavelli Kiel. Börsungar unnu einnig fyrri leik liðanna á Spáni.

Börsungar voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-19. Það var alveg sama hvað Kiel reyndi í síðari hálfleik - Barcelona átti svör við öllu í leik þeirra.

Þar með er ljóst hvaða lið leika í undanúrslitunum þetta árið. Það eru þýsku liðin Rhein-Neckar Löwen og Hamburg og spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona.

Úrslitahelgin fer fram í Köln í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×