Erlent

Gbagbo tekinn höndum

Laurent Gbagbo fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar hefur verið tekinn höndum í forsetahöllinni í Abidjan. Gbabgo hefur neitað að láta af völdum í landinu þrátt fyrir að hafa tapað í forsetakosningum og hafa hersveitir hliðhollir honum barist við hersveitir Alessane Outtara, sigurvegara kosninganna. Síðustu daga hafði Gbabgo komið sér fyrir ásamt mönnum sínum í kjallarara forsetahallarinnar en í dag réðust franskir sérsveitarmenn inn í höllina og tóku hann höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×