Handbolti

Guðjón Valur gagnrýnir leikmannastefnu Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson fer hörðum orðum um leikmannastefnu Rhein-Neckar Löwen í þýskum fjölmiðlum í dag.

"Á hverju sumri koma fimm eða sex nýir leikmenn. Það er augljóslega vandamál þegar þarf að skipta út hálfu liðinu á hverju tímabili," sagði Guðjón Valur.

"Sjáið síðan Hamburg. Það voru nánast engar breytingar gerðar á því liði og það er í fyrsta sæti. Þar eru menn að gera hlutina rétt."*

Guðmundur Guðmundsson er þó klárlega á réttri leið með lið Löwen sem hefur unnið sjö leiki í röð.

Það verða miklar breytingar eina ferðina enn í sumar. Þá fara Guðjón Valur, Róbert Gunnarsson, Ólafur Stefánsson, Karol Bielecki og Kryzstof Lijewski væntanlega allir til AGK í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×