Handbolti

Guðmundur heimsækir Alfreð í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.
Það er sannkallaður stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar lið þeirra Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og Guðmundar Guðmundssónar, Rhein-Neckar Löwen, mætast.

Bæði lið hafa misst af titlinum en stefna bæði á að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og vilja annað sætið. Kiel er í öðru sæti fyrir leikinn, tveim stigum á undan Löwen.

"Það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik til þess að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Guðmundur og Alfreð segir skipta máli að vinna leikinn upp á framhaldið.

Ekki er víst hvort Jerome Fernandez spili með Kiel í leiknum en hann er á leið til Frakklands en er enn í herbúðum Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×