Handbolti

Rhein-Neckar Löwen vann í Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leiknum í kvöld.
Ólafur Stefánsson í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel.

Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Löwen-liðið en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Uwe Gensheimer, Zarko Sesum og Ivan Cupic skoruðu allir sex mörk. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel en Filip Jicha var markahæstur með sjö mörk.

Kiel tapaði þarna sínum öðrum heimaleik í röð en liðið var taplaust í fyrstu þrettán deildarleikjum sínum í Ostseehalle höllinni á þessari leiktíð. Kiel hafði tapað fyrir Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt.

Rhein-Neckar-Löwen vann þar með báða deildarleiki sína á móti THW Kiel á tímabilinu og eiga því sinn þátt í því að Kiel er að missa Þýskalandsmeistaratitilinn til HSV Hamburg.  Með þessum sigri í kvöld komst Löwn-liðið ennfremur upp að hlið Kiel í töflunni í baráttunni um annað sætið.

Rhein-Neckar Löwen var 19-17 yfir í hálfleik og náði mest fjögurra stiga froskoti í seinni hálfleiknum. Róbert fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann kom Löwen í 32-28 þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×