Handbolti

Patrekur á heimleið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrekur á hliðarlínunni hjá Emsdetten.
Patrekur á hliðarlínunni hjá Emsdetten.
Patrekur Jóhannesson hefur sagt upp starfi sínu hjá þýska félaginu Emsdetten og yfirgefur félagið í lok tímabils.

Patrekur tók við stjórnartaumunum hjá liðinu síðasta sumar og hefur gert ágæta hluti með það.

Ýmsir utanaðkomandi þættir hafa aftur á móti gert það að verkum að hann hefur ákveðið að koma heim á nýjan leik.

Patrekur þjálfaði Stjörnuna áður en hann fór út og ekki ólíklegt að hann láti til sín taka á nýjan leik á handboltasviðinu heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×