Hver er eiginlega þessi þjóð? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2011 00:01 Ég man þá tíð þegar „þjóð" var hugtak sem aðeins var flaggað á tyllidögum; á 17. júní, yfir Evróvisjón og landsleikjum í fót- og handbolta. Mörgum þótti það hálfgerður garmur – í besta falli gamaldags, rembingslegt og útblásið; í versta falli gildishlaðið og hrokafullt. Það var eins og íslenski þjóðbúningurinn; ópraktísk flík sem fer illa en má láta sig hafa að taka fram til hátíðabrigða. En nú er öldin önnur. Stjórnmálamenn, forsetinn, verkalýðsleiðtogar, hagsmunasamtök, mótmælendur. Allir keppast við að taka sér orðið í munn. Í yfirlýsingu forseta Íslands um að hann hygðist synja lögum um Icesave staðfestingar kom orðið þjóð fyrir 12 sinnum. Á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfarið greip forsetinn til þess 23 sinnum (samtals rúmlega einu sinni á mínútu). RÚV tók viðtal við tvo mótmælendur sem stóðu fyrir utan Bessastaði, með íslenska fánann í hönd. Þeir reyndust hinir kátustu með niðurstöðuna og sögðu viðbrögð sín við afstöðu forsetans hafa verið að fá gæsahúð „fyrir hönd þjóðarinnar". Þótt einhverjum hefði þótt það huggulegt af ókunnugu fólki að taka að sér að fá gæsahúð fyrir sig, þá átti það alls ekki við um mig. Hvernig dirfðust þau? Þau höfðu ekkert leyfi til að fá sæluhroll fyrir mína hönd. Þessi ósiður að slengja fram orðinu þjóð, máli sínu til stuðnings, er farinn að keyra fram úr öllu hófi. Þjóðinni eru eignaðar hugsanir, orð, gjörðir og skoðanir sem fyrir tilviljun virðast alltaf fara saman við skoðanir þess sem talar. „Þjóðin vill ekki aðlögun að ESB," fullyrðir Jón Bjarnason blákalt í blaðaviðtali án þess að styðja ályktun sína neinum rökum. Jafnfjálglega ályktar formaður LÍÚ í gildishlaðinni yfirlýsingu: „Ég er þess fullviss að þjóðin mun aldrei samþykkja aðildarsamning sem felur í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni". Og svo mætti lengi telja. Með því að nefna þjóðina í sömu hendingu og eigin skoðun þykist sá sem talar ljá málstað sínum aukið vægi. Hann málar sig sem handhafa hinnar einu réttu leiðar. En þjóðin er ekki ein rödd, ein hugmynd, ein hugsun. Hún er suðupottur ólíkra sjónarmiða. Skoðanaskipti eru hornsteinn lýðræðis. Það þurfa ekki allir að vera sammála. Enginn getur verið talsmaður heillar þjóðar – eða hlutlaus ármaður þjóðarviljans eins og Þorsteinn Pálsson orðaði það í pistli í Fréttablaðinu um helgina. Pökkum orðinu þjóð niður í kassann með þjóðbúningnum. Ráðumst í alvöru skoðanaskipti studd rökum en ekki innantómum fullyrðingum um að öll þjóðin sé manni sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun
Ég man þá tíð þegar „þjóð" var hugtak sem aðeins var flaggað á tyllidögum; á 17. júní, yfir Evróvisjón og landsleikjum í fót- og handbolta. Mörgum þótti það hálfgerður garmur – í besta falli gamaldags, rembingslegt og útblásið; í versta falli gildishlaðið og hrokafullt. Það var eins og íslenski þjóðbúningurinn; ópraktísk flík sem fer illa en má láta sig hafa að taka fram til hátíðabrigða. En nú er öldin önnur. Stjórnmálamenn, forsetinn, verkalýðsleiðtogar, hagsmunasamtök, mótmælendur. Allir keppast við að taka sér orðið í munn. Í yfirlýsingu forseta Íslands um að hann hygðist synja lögum um Icesave staðfestingar kom orðið þjóð fyrir 12 sinnum. Á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfarið greip forsetinn til þess 23 sinnum (samtals rúmlega einu sinni á mínútu). RÚV tók viðtal við tvo mótmælendur sem stóðu fyrir utan Bessastaði, með íslenska fánann í hönd. Þeir reyndust hinir kátustu með niðurstöðuna og sögðu viðbrögð sín við afstöðu forsetans hafa verið að fá gæsahúð „fyrir hönd þjóðarinnar". Þótt einhverjum hefði þótt það huggulegt af ókunnugu fólki að taka að sér að fá gæsahúð fyrir sig, þá átti það alls ekki við um mig. Hvernig dirfðust þau? Þau höfðu ekkert leyfi til að fá sæluhroll fyrir mína hönd. Þessi ósiður að slengja fram orðinu þjóð, máli sínu til stuðnings, er farinn að keyra fram úr öllu hófi. Þjóðinni eru eignaðar hugsanir, orð, gjörðir og skoðanir sem fyrir tilviljun virðast alltaf fara saman við skoðanir þess sem talar. „Þjóðin vill ekki aðlögun að ESB," fullyrðir Jón Bjarnason blákalt í blaðaviðtali án þess að styðja ályktun sína neinum rökum. Jafnfjálglega ályktar formaður LÍÚ í gildishlaðinni yfirlýsingu: „Ég er þess fullviss að þjóðin mun aldrei samþykkja aðildarsamning sem felur í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni". Og svo mætti lengi telja. Með því að nefna þjóðina í sömu hendingu og eigin skoðun þykist sá sem talar ljá málstað sínum aukið vægi. Hann málar sig sem handhafa hinnar einu réttu leiðar. En þjóðin er ekki ein rödd, ein hugmynd, ein hugsun. Hún er suðupottur ólíkra sjónarmiða. Skoðanaskipti eru hornsteinn lýðræðis. Það þurfa ekki allir að vera sammála. Enginn getur verið talsmaður heillar þjóðar – eða hlutlaus ármaður þjóðarviljans eins og Þorsteinn Pálsson orðaði það í pistli í Fréttablaðinu um helgina. Pökkum orðinu þjóð niður í kassann með þjóðbúningnum. Ráðumst í alvöru skoðanaskipti studd rökum en ekki innantómum fullyrðingum um að öll þjóðin sé manni sammála.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun