Torleyst flækja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. febrúar 2011 10:43 Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara við Hæstarétt og Héraðsdóm Reykjavíkur um hundrað þúsund krónur á mánuði næstu tvö árin kemur mörgum á óvart og hefur talsvert verið gagnrýnd. Á málinu eru að minnsta kosti tvær hliðar, eins og á flestum málum. Auðvelt er að fallast á þau rök meirihluta kjararáðs að mikið álag verði á dómstólunum næstu misserin vegna flókinna og umfangsmikilla mála sem til þeirra koma vegna efnahagshrunsins. Og út af fyrir sig er eðlilegt að dómarar sækist eftir að fá einhverja umbun fyrir mikið vinnuálag. Það myndu flestir gera. Sömuleiðis vega þau rök þungt að hæfasta fólkið fáist ekki til að rannsaka bankahrunið, ákæra og dæma í málum nema það fái vel borgað fyrir sín störf. Góðir lögfræðingar eru eftirsóttir á einkamarkaðnum og jafnvel þótt hæstaréttar- og héraðsdómarar fái hundrað þúsund króna launahækkun á mánuði eru þeir ekki hálfdrættingar á við þá málflutningsmenn sem hafa hæstar tekjur. Vandinn er sá að þessi rök eiga líka við um margar aðrar starfsstéttir og hópa hjá ríkinu. Álag á ótalmörgum hópum ríkisstarfsmanna hefur aukizt vegna bankahrunsins og afleiðinga þess. Það á við um starfsfólk Stjórnarráðsins, lögregluna, starfsfólk eftirlitsstofnana og þannig mætti áfram telja. Víða þar sem kostnaður hefur verið skorinn niður sinna færri starfsmenn sömu verkefnum og áður og álagið hefur aukizt fyrir vikið. Það á við á mörgum vinnustöðum hins opinbera. Ákveðið hefur verið að fjölga starfsfólki hjá dómstólunum til að mæta auknu álagi en til dæmis hjá hinni almennu lögreglu fækkar lögreglumönnunum um leið og álagið eykst. Rökin um að ríkinu haldist ekki á hæfasta fólkinu eiga ekki sízt við í heilbrigðiskerfinu, þar sem hámenntað starfsfólk, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, vinnur störf sín við æ verri aðstæður og er undir sívaxandi álagi. Þetta fólk getur, rétt eins og hæfustu lögfræðingarnir, gengið inn í störf þar sem vinnuumhverfið er þægilegra og launin hærri, ýmist hér á landi eða erlendis. Hin vitlausa áherzla ríkisstjórnarinnar á að enginn ríkisstarfsmaður hafi hærri laun en forsætisráðherra hefur þegar hrakið sumt af hæfasta heilbrigðisstarfsfólkinu í önnur störf. Þetta fólk getur hins vegar ekki skrifað kjararáði bréf og beðið um launahækkun, heldur þarf það að semja við ríkið í kjarasamningum. Og það hefur verið gefið skýrt til kynna af hálfu ríkisvaldsins að til þess sé nánast engar kjarabætur að sækja. Þarna er klárlega orðið til misgengi sem erfitt getur reynzt að brúa. Ákvörðun kjararáðs mun sízt greiða fyrir kjarasamningum við opinbera starfsmenn. Staða sem var nógu vond fyrir hefur verið gerð flóknari og erfiðari með ákvörðun kjararáðs. Hver ætlar að taka að sér að leysa úr flækjunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara við Hæstarétt og Héraðsdóm Reykjavíkur um hundrað þúsund krónur á mánuði næstu tvö árin kemur mörgum á óvart og hefur talsvert verið gagnrýnd. Á málinu eru að minnsta kosti tvær hliðar, eins og á flestum málum. Auðvelt er að fallast á þau rök meirihluta kjararáðs að mikið álag verði á dómstólunum næstu misserin vegna flókinna og umfangsmikilla mála sem til þeirra koma vegna efnahagshrunsins. Og út af fyrir sig er eðlilegt að dómarar sækist eftir að fá einhverja umbun fyrir mikið vinnuálag. Það myndu flestir gera. Sömuleiðis vega þau rök þungt að hæfasta fólkið fáist ekki til að rannsaka bankahrunið, ákæra og dæma í málum nema það fái vel borgað fyrir sín störf. Góðir lögfræðingar eru eftirsóttir á einkamarkaðnum og jafnvel þótt hæstaréttar- og héraðsdómarar fái hundrað þúsund króna launahækkun á mánuði eru þeir ekki hálfdrættingar á við þá málflutningsmenn sem hafa hæstar tekjur. Vandinn er sá að þessi rök eiga líka við um margar aðrar starfsstéttir og hópa hjá ríkinu. Álag á ótalmörgum hópum ríkisstarfsmanna hefur aukizt vegna bankahrunsins og afleiðinga þess. Það á við um starfsfólk Stjórnarráðsins, lögregluna, starfsfólk eftirlitsstofnana og þannig mætti áfram telja. Víða þar sem kostnaður hefur verið skorinn niður sinna færri starfsmenn sömu verkefnum og áður og álagið hefur aukizt fyrir vikið. Það á við á mörgum vinnustöðum hins opinbera. Ákveðið hefur verið að fjölga starfsfólki hjá dómstólunum til að mæta auknu álagi en til dæmis hjá hinni almennu lögreglu fækkar lögreglumönnunum um leið og álagið eykst. Rökin um að ríkinu haldist ekki á hæfasta fólkinu eiga ekki sízt við í heilbrigðiskerfinu, þar sem hámenntað starfsfólk, til dæmis læknar og hjúkrunarfræðingar, vinnur störf sín við æ verri aðstæður og er undir sívaxandi álagi. Þetta fólk getur, rétt eins og hæfustu lögfræðingarnir, gengið inn í störf þar sem vinnuumhverfið er þægilegra og launin hærri, ýmist hér á landi eða erlendis. Hin vitlausa áherzla ríkisstjórnarinnar á að enginn ríkisstarfsmaður hafi hærri laun en forsætisráðherra hefur þegar hrakið sumt af hæfasta heilbrigðisstarfsfólkinu í önnur störf. Þetta fólk getur hins vegar ekki skrifað kjararáði bréf og beðið um launahækkun, heldur þarf það að semja við ríkið í kjarasamningum. Og það hefur verið gefið skýrt til kynna af hálfu ríkisvaldsins að til þess sé nánast engar kjarabætur að sækja. Þarna er klárlega orðið til misgengi sem erfitt getur reynzt að brúa. Ákvörðun kjararáðs mun sízt greiða fyrir kjarasamningum við opinbera starfsmenn. Staða sem var nógu vond fyrir hefur verið gerð flóknari og erfiðari með ákvörðun kjararáðs. Hver ætlar að taka að sér að leysa úr flækjunni?
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun
Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason Skoðun