Viðskipti innlent

Aldrei fleiri verið atvinnulausir í meira en eitt ár

Aldrei hafa fleiri einstaklingar en nú verið án atvinnu í meira en ár. Voru þeir alls 4.820 í febrúar, eða sem nemur rétt tæplega þriðjungi atvinnulausra. Hefur þessi fjöldi nú mælst yfir 4 þúsund í rúmt ár, eða frá því í janúar í fyrra.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en þar kemur fram að reiknað er með að atvinnuleysi á landinu nái hámarki í ár í þessum mánuði og verði allt að 8,8% en það mældist 8,6% í febrúar.

Atvinnuleysi tekur svo að minnka frá og með apríl og þá helst vegna árstíðarbundinna þátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×