Handbolti

Leikmaður mótsins ekki í liði mótsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Linnea Torstenson fagnar marki í leik með Svíum.
Linnea Torstenson fagnar marki í leik með Svíum. Nordic Photos / AFP

Forráðamenn EHF völdu í dag leikmann og lið Evrópumeistaramótsins í handbolta sem lýkur í Danmörku í dag.

Athygli vekur að Linnea Torsteinson frá Svíþjóð var valinn besti leikmaður mótsins en er engu að síður ekki í sjálfu liði mótsins.

Norðmenn eiga þrjá fulltrúa í liði mótsins og Danir tvo.

Lið mótsins:

Markvörður: Katrine Lunde Haraldsen, Noregi.

Vinstri hornamaður: Mie Augustesen, Danmörku.

Vinstri skytta: Cristina Neagu, Rúmeníu.

Leikstjórnandi: Gro Hammerseng, Noregi.

Línumaður: Heidi Löke, Noregi.

Hægri skytta: Nerea Pena, Spáni.

Hægri hornamaður: Maibritt Kviesgaard, Danmörku.

Varnarmaður: Johanna Wiberg, Svíþjóð.

Besti leikmaðurinn: Linnea Torstenson, Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×