Google gefur kínverskum stjórnvöldum fingurinn 23. mars 2010 08:38 Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að aðgerðir Google hafi magnað deilu sem staðið hafa yfir milli Google og kínverskra stjórnvalda síðustu tvo mánuði. Stjórnvöld segja að Google hafi nú brotið „loforð" sitt um að fylgja ritskoðunarreglunum eftir.„Google er að spila mikið hættuspil," segir Rob Enderle forstjóri greiningarfyrirtækisins Enderle Group. „Á endanum gætu þeir valdið meiri skaða en ekki."Netmarkaðurinn í Kína er sá stærsti í heimi en alls eru um 384 milljón notenda tengdir honum. Starfslið Google í Kína telur um 600 manns og getur ekki útilokað að fjöldi þeirra missi vinnuna í kjölfar hinnar nýju stöðu í málinu að sögn talsmanns Google.Ritskoðunin í Kína gengur út á að netmiðlar þar í landi mega ekki tengja notendur við ákveðna síður eða upplýsingar um ýmis samtök eða atburði eins og t.d. Falun Gong eða atburðina sem gerðust á Tiananmen torginu árið 1989. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leitarvélin Google hefur ákveðið að hundsa reglur kínverskra stjórnvalda um ritskoðun. Hefur netumferð Kínverja um Google nú verið flutt yfir á netþjónabú í Hong Kong en reglurnar um ritskoðunina ná ekki þangað. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem að öllum líkindum munu henda Google alfarið út úr landinu.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að aðgerðir Google hafi magnað deilu sem staðið hafa yfir milli Google og kínverskra stjórnvalda síðustu tvo mánuði. Stjórnvöld segja að Google hafi nú brotið „loforð" sitt um að fylgja ritskoðunarreglunum eftir.„Google er að spila mikið hættuspil," segir Rob Enderle forstjóri greiningarfyrirtækisins Enderle Group. „Á endanum gætu þeir valdið meiri skaða en ekki."Netmarkaðurinn í Kína er sá stærsti í heimi en alls eru um 384 milljón notenda tengdir honum. Starfslið Google í Kína telur um 600 manns og getur ekki útilokað að fjöldi þeirra missi vinnuna í kjölfar hinnar nýju stöðu í málinu að sögn talsmanns Google.Ritskoðunin í Kína gengur út á að netmiðlar þar í landi mega ekki tengja notendur við ákveðna síður eða upplýsingar um ýmis samtök eða atburði eins og t.d. Falun Gong eða atburðina sem gerðust á Tiananmen torginu árið 1989.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira