Viðskipti erlent

Eyjafjallajökull: Flugfarþegum fækkaði um 23% í Bretlandi

Samkvæmt yfirliti frá BAA kemur fram að í apríl í fyrra fóru 9 milljónir flugfarþega um flugvelli félagsins en þessi fjöldi minnkaði í 6,9 milljónir í apríl í ár.
Samkvæmt yfirliti frá BAA kemur fram að í apríl í fyrra fóru 9 milljónir flugfarþega um flugvelli félagsins en þessi fjöldi minnkaði í 6,9 milljónir í apríl í ár.
Félagið BAA, sem rekur tvo af stærstu flugvöllum Bretlands, Heathrow og Stansted, segir að flugfarþegum um þessa velli hefði fækkað um tæp 23% í apríl miðað við sama mánuði í fyrra. Ástæðan er askan frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Samkvæmt yfirliti frá BAA kemur fram að í apríl í fyrra fóru 9 milljónir flugfarþega um flugvelli félagsins en þessi fjöldi minnkaði í 6,9 milljónir í apríl í ár.

Fraktflug um fyrrgreinda flugvelli jókst hinsvegar um 6,2% í apríl þrátt fyrir allar þær truflanir sem urðu á flugi til og frá Bretlandi vegna öskunnar. Gætir þar batnandi efnahags í heiminum almennt.

BAA, sem er í eigu Ferrovial á Spáni, átti til skamms tíma þrjá stærstu flugvelli Bretland en félagið seldi Gatwick í fyrra fyrir 1,5 milljarð punda.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×