Kína orðið stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vín 17. september 2010 13:48 Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira