Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna.
Hér er átt við tapaðar vinnustundir og framleiðslutap vegna áhorfs á leiki liðsins en forsenda útreikninganna er að danska liðinu takist að komast áfram úr riðli sínum og í undanúrslitin.
Leikir danska liðsins fara fram á venjulegum vinnutíma í Danmörku.