Fótbolti

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maicon fagnar marki sínu á HM.
Maicon fagnar marki sínu á HM. Mynd/AP
Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

„Maicon verður áfram hjá okkur. Real Madrid hafa ekki boðið nóg til þess að fá hann. Ef þeir vilja fá Maicon þá þurfa þeir að bjóða betur," sagði Massimo Moratti í viðtali við Corriere dello Sport.

„Það hafa engar formlegar viðræður farið fram um Maicon. Ég tala við Florentino Perez (forseta Real Madrid) á hverjum degi en hann hefur ekki nefnt Maicon á nafn í nokkrar vikur," sagði Moratti.

„Forsetinn vildi fá hann en fannst uppsett verð okkar vera alltof hátt. Við höfum samt ekki fengið neitt gagntilboð. Þetta mál er dautt og Real fer nú væntanlega að einbeita sér að mönnum sem eru ekki að spila á Ítalíu," sagði Moratti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×