IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu 21. apríl 2010 08:50 Samkvæmt útreikningum IATA hefur hver dagur sem askan hefur lokað lofthelgi landa í Evrópu kostað flugfélög í álfunni um 32 milljarða kr. á hverjum degi. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Giovanni Bisignani forstjóra IATA að um sé að ræða meðalstór og minni flugfélög í álfunni. „Þau eru í hættu á að leggja rekstur sinn af vegna fjárskorts," segir Bisignani.Samkvæmt útreikningum IATA hefur hver dagur sem askan hefur lokað lofthelgi landa í Evrópu kostað flugfélög í álfunni um 32 milljarða kr. á hverjum degi.„Flugfélög munu ekki mæta þessu tapi með því að hækka farmiðaverð vegna samkeppninnar," segir Bisignani sem vill að ESB gefi löndum innan sambandsins leyfi til þess að bæta flugfélögunum þann skaða sem þau hafa orðið fyrir.Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar sett á fót vinnuhóp um hvernig hægt sé fyrir stjórnvöld í löndum innan sambandsins að veita flugfélögum ríkisaðstoð. Reynslan frá því sem gerist eftir hryðjuverkaárásina 11. september 2001 verður lögð til grundvallar. Þá fengu evrópsk flugfélög ríkisstyrki í kjölfar þeirrar miklu truflana sem urðu á alþjóðlegri flugumferð. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Giovanni Bisignani forstjóra IATA að um sé að ræða meðalstór og minni flugfélög í álfunni. „Þau eru í hættu á að leggja rekstur sinn af vegna fjárskorts," segir Bisignani.Samkvæmt útreikningum IATA hefur hver dagur sem askan hefur lokað lofthelgi landa í Evrópu kostað flugfélög í álfunni um 32 milljarða kr. á hverjum degi.„Flugfélög munu ekki mæta þessu tapi með því að hækka farmiðaverð vegna samkeppninnar," segir Bisignani sem vill að ESB gefi löndum innan sambandsins leyfi til þess að bæta flugfélögunum þann skaða sem þau hafa orðið fyrir.Framkvæmdastjórn ESB hefur þegar sett á fót vinnuhóp um hvernig hægt sé fyrir stjórnvöld í löndum innan sambandsins að veita flugfélögum ríkisaðstoð. Reynslan frá því sem gerist eftir hryðjuverkaárásina 11. september 2001 verður lögð til grundvallar. Þá fengu evrópsk flugfélög ríkisstyrki í kjölfar þeirrar miklu truflana sem urðu á alþjóðlegri flugumferð.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira