Innlent

Vissi ekki af isbirni á landinu sínu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. m

Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann.

„Ég vissi ekkert af þessu," sagði Geir þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði orðið var við hvítabjörninn á landinu hans. Systir Geirs er aftur á móti heima á Sævarlandi en ekki náðist í hana þrátt fyrir allnokkrar tilraunir.

Tvær skyttur auk lögregluþjóns eru að elta björninn en ekki er ljóst hvernig búist verður við aðstæðunum.

Samkvæmt Umhverfisstofnun er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun og eru í sambandi við þar til gerða aðila á svæðinu. Þar fengust þær upplýsingar að verið væri að vinna hlutina hratt.


Tengdar fréttir

Ísbjörn í Þistilfirði

Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×