Handbolti

Aron leikmaður mánaðarins hjá stuðningsmönnum Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel.
Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel. Nordic Photos / Getty Images

Aron Pálmarsson var valinn leikmaður septembermánaðar í kosningu á heimasíðu Kiel.

Aron fékk 43 prósent af þeim tæplega 20 þúsund atkvæðum sem greidd voru. Næstur kom Dominik Klein með 39 prósent en þeir voru í algjörum sérflokki í kosningunni.

Aron kemur ekki til greina sem leikmaður októbermánaðar vegna þessa. Hann skoraði tvö mörk í sigri Kiel á Flensburg í gær, 37-31, en félagið er ásamt Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×