Makrílstríð í uppsiglingu - Skotar hafa fengið nóg 22. ágúst 2010 16:34 Makríll. Breskir sjómenn eru æfir út í íslenska og færeyska sjómenn vegna makrílveiða. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa Ísland og Færeyjar aukið makrílkvótann sinn samanlagt úr 27 þúsund tonnum upp í 215 þúsund tonn. Bretar, aðallega Skotar, eru beinlínis æfir vegna þess sem þeir kalla víkingaveiðar og hafa kallað á aðgerðir af hálfu ESB. Meðal annars heimta sjómenn í Skotlandi að hafnarbann verði sett á íslenska og færeyska togara. Það hefur ekki fengist en sjómenn í Aberdeenskíri meinuðu færeyskum sjómönnum á togaranum Júpíter að landa fisk þar í bæ fyrir stuttu. Þá hefur skoski þingmaðurinn Struan Stevenson blandað sér í baráttuna og fordæmt veiði Íslendinga og Færeyinga. Hann hefur einnig krafist þess að ESB taki á málinu. Þá greindi RÚV frá því fyrr í mánuðinum að sjávarútvegsstjórinn, Maria Damanaki, hefði sagt í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í upphafi mánaðar að óvíst væri hvort Íslendingar og Færeyingar fái að stunda fiskveiðar innan evrópskrar lögsögu á næsta ári. Við það tilefni sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: - „Nú ef það verður svo mikil óbilgirni af hálfu ESB að þeir vilji fara að reka þessi mál með þeim hætti, nú þá er það þeirra vandamál. En af okkar hálfu er bara verið að sækja þarna með eðlilegum hætti, rétt okkar sem strandríki til þess að veiða makríl. Ég treysti því að ESB-ríkin átti sig á því og virði það, virði alþjóðleg lög með þessu sambandi.“ Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breskir sjómenn eru æfir út í íslenska og færeyska sjómenn vegna makrílveiða. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hafa Ísland og Færeyjar aukið makrílkvótann sinn samanlagt úr 27 þúsund tonnum upp í 215 þúsund tonn. Bretar, aðallega Skotar, eru beinlínis æfir vegna þess sem þeir kalla víkingaveiðar og hafa kallað á aðgerðir af hálfu ESB. Meðal annars heimta sjómenn í Skotlandi að hafnarbann verði sett á íslenska og færeyska togara. Það hefur ekki fengist en sjómenn í Aberdeenskíri meinuðu færeyskum sjómönnum á togaranum Júpíter að landa fisk þar í bæ fyrir stuttu. Þá hefur skoski þingmaðurinn Struan Stevenson blandað sér í baráttuna og fordæmt veiði Íslendinga og Færeyinga. Hann hefur einnig krafist þess að ESB taki á málinu. Þá greindi RÚV frá því fyrr í mánuðinum að sjávarútvegsstjórinn, Maria Damanaki, hefði sagt í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í upphafi mánaðar að óvíst væri hvort Íslendingar og Færeyingar fái að stunda fiskveiðar innan evrópskrar lögsögu á næsta ári. Við það tilefni sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: - „Nú ef það verður svo mikil óbilgirni af hálfu ESB að þeir vilji fara að reka þessi mál með þeim hætti, nú þá er það þeirra vandamál. En af okkar hálfu er bara verið að sækja þarna með eðlilegum hætti, rétt okkar sem strandríki til þess að veiða makríl. Ég treysti því að ESB-ríkin átti sig á því og virði það, virði alþjóðleg lög með þessu sambandi.“
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent