Danskir auðmenn rétta úr kútnum eftir kreppuna 8. júní 2010 08:13 Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár.Fram kemur að þótt auðmennirnir séu farnir að hagnast að nýju sé þó enn langt í land að þeir nái sama gróða og fékkst í góðærinu árin 2006 og 2007 þegar veislan stóð í hámarki.Einna best hefur gengið hjá Kirk-Kristiansen fjölskyldunni sem meðal annars er helsti eigandi Lego leikfangaframleiðslunnar. Fjölskyldan náði að breyta 600 milljóna danskra kr. tapi árið 2008 yfir í 2,6 milljarða danskra kr. hagnað í fyrra.Af öðrum sem gengið hefur vel má nefna tölvu-auðmanninn Ib Kunöe en fyrirtæki hans, Consolidated Holdings snéri tapi upp á 760 milljónir danskra kr. árið 2008 yfir í 877 milljón danskra kr. hagnað í fyrra.Af öðrum auðmönnum sem nefndir eru í úttekt Berlingske má nefna Clausen-fjölskylduna sem á Danfoss og Michael Goldschmidt sem á félagið M. Goldschmidt A/S.Fram kemur í úttektinni að fyrir marga danska auðmenn hafi þróunin á hlutabréfamarkaðinum verið lykillinn að árangri þeirra í fyrra. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár.Fram kemur að þótt auðmennirnir séu farnir að hagnast að nýju sé þó enn langt í land að þeir nái sama gróða og fékkst í góðærinu árin 2006 og 2007 þegar veislan stóð í hámarki.Einna best hefur gengið hjá Kirk-Kristiansen fjölskyldunni sem meðal annars er helsti eigandi Lego leikfangaframleiðslunnar. Fjölskyldan náði að breyta 600 milljóna danskra kr. tapi árið 2008 yfir í 2,6 milljarða danskra kr. hagnað í fyrra.Af öðrum sem gengið hefur vel má nefna tölvu-auðmanninn Ib Kunöe en fyrirtæki hans, Consolidated Holdings snéri tapi upp á 760 milljónir danskra kr. árið 2008 yfir í 877 milljón danskra kr. hagnað í fyrra.Af öðrum auðmönnum sem nefndir eru í úttekt Berlingske má nefna Clausen-fjölskylduna sem á Danfoss og Michael Goldschmidt sem á félagið M. Goldschmidt A/S.Fram kemur í úttektinni að fyrir marga danska auðmenn hafi þróunin á hlutabréfamarkaðinum verið lykillinn að árangri þeirra í fyrra.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira