Handbolti

Rúmenar tóku bronsið á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ionela Stanca, Rúmeníu, fagnar einu marka sinna í dag.
Ionela Stanca, Rúmeníu, fagnar einu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP

Rúmenía vann Danmörku, 16-15, í leik um bronsið á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem lýkur í dag.

Þetta voru mikil vonbrigði fyrir gestgjafa Danmerkur sem töpuðu stórt fyrir Noregi í undanúrslitunum í gær, 29-19.

Staðan í hálfleik var 9-7, Rúmenum í vil, sem náðu þriggja marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 16-13.

Danir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og höfðu enn tvær mínútur til að jafna metin en allt kom fyrir ekki.

Talida Tolnai, markvörður Rúmena, varði sautján skot í leiknum og fór fyrir liði Rúmena sem vann í dag sín fyrstu verðlaun frá upphafi á EM.

Klukkan 16.00 hefst úrslitaleikur Noregs og Svíþjóðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×