Réttlæting letiblóðs Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 31. ágúst 2010 06:00 Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Líka leti og metnaðarleysi sem er sem sagt orðið að því að vera „þroskuð sál" í þessum skrifuðu línum. En þetta truflar mig bara svolítið með tilganginn. Er hann sá að skila sjálfum sér í æðislega höfn? Eða langar mann kannski frekar að kjafta við fólkið í bátnum á leiðinni? Maraþonhlaupararnir, þeir fremstu, þeir hafa ekki tíma fyrir neitt nema stöku vatnssopa. Það er nú varla stuð hjá þeim. Þessir sem lalla geta gert svo margt sem maraþonhlauparinn hefur ekki tíma fyrir. Þeir geta borðað bland í poka á leiðinni, tínt blóm, lesið upp úr brandarabókinni „1000 brandarar" og skoðað inn um gluggana í húsunum við veginn. Um leið er líka auðveldara að bjarga kisum úr trjám.Til er hópur fólks sem segir öðru fólki, á námskeiðum, að lífið krefjist þess að maður finni leiðtogann í sjálfum sér, vinni eftir markmiðum og uppskeri „bónusa". „Tíminn er peningar - lífið er það sem þú gerir úr því." Það er jafnvel herjað á „litlu leiðtogana" sem foreldrum er sagt að rækta í eigin börnum. Er ekki einhver til í að taka þessi sjálfselskandi námskeið og skipta þeim út fyrir eitthvað tjillaðra þema? Útrásin búin og svona. „Elskið friðinn og strjúkið friðinn." Það væri námskeið að mínu skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Líka leti og metnaðarleysi sem er sem sagt orðið að því að vera „þroskuð sál" í þessum skrifuðu línum. En þetta truflar mig bara svolítið með tilganginn. Er hann sá að skila sjálfum sér í æðislega höfn? Eða langar mann kannski frekar að kjafta við fólkið í bátnum á leiðinni? Maraþonhlaupararnir, þeir fremstu, þeir hafa ekki tíma fyrir neitt nema stöku vatnssopa. Það er nú varla stuð hjá þeim. Þessir sem lalla geta gert svo margt sem maraþonhlauparinn hefur ekki tíma fyrir. Þeir geta borðað bland í poka á leiðinni, tínt blóm, lesið upp úr brandarabókinni „1000 brandarar" og skoðað inn um gluggana í húsunum við veginn. Um leið er líka auðveldara að bjarga kisum úr trjám.Til er hópur fólks sem segir öðru fólki, á námskeiðum, að lífið krefjist þess að maður finni leiðtogann í sjálfum sér, vinni eftir markmiðum og uppskeri „bónusa". „Tíminn er peningar - lífið er það sem þú gerir úr því." Það er jafnvel herjað á „litlu leiðtogana" sem foreldrum er sagt að rækta í eigin börnum. Er ekki einhver til í að taka þessi sjálfselskandi námskeið og skipta þeim út fyrir eitthvað tjillaðra þema? Útrásin búin og svona. „Elskið friðinn og strjúkið friðinn." Það væri námskeið að mínu skapi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun