Hnattrænn skilningur Gerður Kristný skrifar 5. júlí 2010 06:00 Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl." Og ég var eins og litla stúlkan sem ætlaði að kaupa klæði í kjól á brúðuna sína. Við vorum heldur ekkert að tvínóna við þetta og í fyrstu búðinni sem varð á vegi okkar áskotnuðust okkur fallegir silkiklútar. Það var ekki fyrr en komið var aftur út á götu að sannleikurinn blasti við. Þetta var ekki silki og hafði aldrei verið. Öll vorum við sammála um að eilitlir prettir væru partur af prógramminu en okkur var þægð í því að láta sölukonuna, virðulega frú um sextugt, vita að við hefðum áttað okkur á bolabrögðunum. Við héldum því til baka og bárum henni á brýn að hafa farið heldur frjálslega með sannleikann. Viðbrögð konunnar komu á óvart því henni virtist fyrirmunað að skilja hvers vegna við vorum að gera veður út af viðskiptaháttum hennar. Hún brosti blíð á svip og sagði hæg í tíðinni: „You've got plenty of money" eða „Þið eigið fullt af peningum." Vitaskuld hafði hún rétt fyrir sér, ekki hjó það stórt skarð í fjárhaginn að greiða 600 kr. fyrir afbragðs pólýester-tuskur. Ég skipti þeim nú samt, fékk ullarsjal í staðinn og þurfti að borga eilítinn mismun. Þegar heim var komið bar ég sjalið saman við það sem ég hafði keypt í bengalskri Rammagerð skammt frá markaðinum og komst að því að enn á ný hafði konan haft mig að féþúfu, enda staðföst í þeirri trú að ég ætti „plenty of money". Eins og ég var nú lens yfir framkomu konunnar hef ég nú fundið að á þessu eina og hálfa ári sem liðið er síðan fundum okkar bar saman hefur hugsunarháttur hennar birst mér víðar. Ólíkt því sem áður var læt ég mér nú í léttu rúmi liggja þótt ég sjái erlenda ferðamenn kaupa sér rándýrt vatn á brúsum í matvöruverslunum og þegar ég á von á útlendingum í heimsókn þegi ég þunnu hljóði yfir strætisvögnum borgarinnar, hvað þá ég bjóðist til að sækja þá, heldur segi þeim að taka bara leigubíl. Innra með mér, eins og hjá svo mörgum öðrum Íslendingum, hvíslar nefnilega bengölsk kvenrödd: „You've got plenty of money." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl." Og ég var eins og litla stúlkan sem ætlaði að kaupa klæði í kjól á brúðuna sína. Við vorum heldur ekkert að tvínóna við þetta og í fyrstu búðinni sem varð á vegi okkar áskotnuðust okkur fallegir silkiklútar. Það var ekki fyrr en komið var aftur út á götu að sannleikurinn blasti við. Þetta var ekki silki og hafði aldrei verið. Öll vorum við sammála um að eilitlir prettir væru partur af prógramminu en okkur var þægð í því að láta sölukonuna, virðulega frú um sextugt, vita að við hefðum áttað okkur á bolabrögðunum. Við héldum því til baka og bárum henni á brýn að hafa farið heldur frjálslega með sannleikann. Viðbrögð konunnar komu á óvart því henni virtist fyrirmunað að skilja hvers vegna við vorum að gera veður út af viðskiptaháttum hennar. Hún brosti blíð á svip og sagði hæg í tíðinni: „You've got plenty of money" eða „Þið eigið fullt af peningum." Vitaskuld hafði hún rétt fyrir sér, ekki hjó það stórt skarð í fjárhaginn að greiða 600 kr. fyrir afbragðs pólýester-tuskur. Ég skipti þeim nú samt, fékk ullarsjal í staðinn og þurfti að borga eilítinn mismun. Þegar heim var komið bar ég sjalið saman við það sem ég hafði keypt í bengalskri Rammagerð skammt frá markaðinum og komst að því að enn á ný hafði konan haft mig að féþúfu, enda staðföst í þeirri trú að ég ætti „plenty of money". Eins og ég var nú lens yfir framkomu konunnar hef ég nú fundið að á þessu eina og hálfa ári sem liðið er síðan fundum okkar bar saman hefur hugsunarháttur hennar birst mér víðar. Ólíkt því sem áður var læt ég mér nú í léttu rúmi liggja þótt ég sjái erlenda ferðamenn kaupa sér rándýrt vatn á brúsum í matvöruverslunum og þegar ég á von á útlendingum í heimsókn þegi ég þunnu hljóði yfir strætisvögnum borgarinnar, hvað þá ég bjóðist til að sækja þá, heldur segi þeim að taka bara leigubíl. Innra með mér, eins og hjá svo mörgum öðrum Íslendingum, hvíslar nefnilega bengölsk kvenrödd: „You've got plenty of money."
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun