Brynhildur Björnsdóttir: Málsháttatal Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina. Einhverjir líta á málsháttinn sinn sem skilaboð frá framtíðinni, að eggið sé myndlíking fyrir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér annað en fullt af súkkulaði og síðan leyndardómsfull skilaboð um hvað sé í vændum eða hvernig sé best að haga lífi sínu fram að næstu páskum. Margir settu málsháttinn sinn (enginn þorir að viðurkenna að hafa fengið fleiri en einn) sem stöðu á fésbókinni. Ég gerði það ekki. Þið sem söknuðuð míns málsháttar úr flórunni fáið hann hér: Betri er lítill fiskur er tómur fiskur. Sem segir mér að litlu ungarnir sem skrifa málshættina í skemmtilegu súkkulaðiverksmiðjunni (sem minnir ekkert á barnaþrælabúðirnar þar sem alvöru súkkulaði er búið til) láti ekki prófarkalesa skrif sín. Trúleysinginn á heimilinu fékk: Trúin flytur fjöll. Málsháttaunnendur eru þó ekki skildir eftir grátandi á berangri eftir páskana, því finna má málshætti og heilræði víðar en í páskaeggjum. Til dæmis í dagbókum frá dagbókaútgáfunni Varmá sem sér mörgum fyrirtækjum fyrir dagbókum handa starfsmönnum. Þar má rekast á frábæra og sjaldséða málshætti, heilræði og gamanmál sem auðga daga og vikur þeirra sem þurfa að skipuleggja sig á vinnustað. Ég á svona bók og hlakka til í ágúst þegar ég get velt fyrir mér setningunni: „Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á". Í október býðst mér að hugleiða að: „kvenkyn allra tegunda er hættulegast þegar það sýnist vera að hopa" og í þriðju viku desember skal brjóta heilann um þetta: „Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - þær mættu allar." Í mars fékk ég hins vegar að smjatta á spekinni: „Frjálsar fóstureyðingar eru eingöngu studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast." Ef einhver þykist sjá kvenfyrirlitningu í þessum orðum, og jafnvel beinar árásir á ungar konur, ætti sá hinn sami að líta á eigið barn og muna að aldrei er góð ýsa of oft freðin og ei var hátíð fátíð í þátíð. Sem það nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina. Einhverjir líta á málsháttinn sinn sem skilaboð frá framtíðinni, að eggið sé myndlíking fyrir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér annað en fullt af súkkulaði og síðan leyndardómsfull skilaboð um hvað sé í vændum eða hvernig sé best að haga lífi sínu fram að næstu páskum. Margir settu málsháttinn sinn (enginn þorir að viðurkenna að hafa fengið fleiri en einn) sem stöðu á fésbókinni. Ég gerði það ekki. Þið sem söknuðuð míns málsháttar úr flórunni fáið hann hér: Betri er lítill fiskur er tómur fiskur. Sem segir mér að litlu ungarnir sem skrifa málshættina í skemmtilegu súkkulaðiverksmiðjunni (sem minnir ekkert á barnaþrælabúðirnar þar sem alvöru súkkulaði er búið til) láti ekki prófarkalesa skrif sín. Trúleysinginn á heimilinu fékk: Trúin flytur fjöll. Málsháttaunnendur eru þó ekki skildir eftir grátandi á berangri eftir páskana, því finna má málshætti og heilræði víðar en í páskaeggjum. Til dæmis í dagbókum frá dagbókaútgáfunni Varmá sem sér mörgum fyrirtækjum fyrir dagbókum handa starfsmönnum. Þar má rekast á frábæra og sjaldséða málshætti, heilræði og gamanmál sem auðga daga og vikur þeirra sem þurfa að skipuleggja sig á vinnustað. Ég á svona bók og hlakka til í ágúst þegar ég get velt fyrir mér setningunni: „Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á". Í október býðst mér að hugleiða að: „kvenkyn allra tegunda er hættulegast þegar það sýnist vera að hopa" og í þriðju viku desember skal brjóta heilann um þetta: „Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld - þær mættu allar." Í mars fékk ég hins vegar að smjatta á spekinni: „Frjálsar fóstureyðingar eru eingöngu studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast." Ef einhver þykist sjá kvenfyrirlitningu í þessum orðum, og jafnvel beinar árásir á ungar konur, ætti sá hinn sami að líta á eigið barn og muna að aldrei er góð ýsa of oft freðin og ei var hátíð fátíð í þátíð. Sem það nú er.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun