Handbolti

Gummersbach náði jafntefli gegn Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Kiel og Gummersbach gerðu í dag jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 26-26, en Christoph Schindler skoraði jöfnunarmarkið fyrir Gummersbach á síðustu sekúndu leiksins.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.

Staðan í hálfleik var 13-12, Gummersbach í vil, og var leikurinn í járnum frá upphafi til enda.

Sigurinn virtist þó í höfn hjá Kiel þegar að Robert Arrhenius skoraði sjö sekúndum fyrir leikslok en allt kom fyrir ekki.

Kiel er nú sex stigum á eftir toppliði Hamburg en á þó enn einn leik til góða. Liðið er í þriðja sæti með jafn mörg stig og Füchse Berlin sem er í öðru sæti á betra markahlutfalli.

Hamburg vann á sama tíma tveggja marka sigur á Lemgo, 29-27, á útivelli.

Füchse Berlin mætir Wetzlar á útivelli síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×